Markaðurinn

Fara fram á endurgjald fyrir stofnfjárhluti

Verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 151 milljón krónu hærra en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum.

Fréttablaðið/Pjetur

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum til greiðslu endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja. 

Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í dag. Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu segir að við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 hafi Landsbankinn greitt stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé í sjóðnum. 

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um tíu prósenta og fimm prósenta hlut í sjóðnum, hafi haft efasemdir um verðmatið. Dómstólar hafi fallist á beiðni þeirra um að meta verðmæti stofnfjár sparisjóðsins. 

Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins væri 483 milljónir króna eða 151 milljón krónu hærri fjárhæð en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna.

Var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í sparisjóðnum en því hefur Landsbankinn hafnað, að því er kemur fram í tilkynningunni.

„Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

EFLA kaupir skoska lýsingar­hönnunar­stofu

Innlent

Sturla segist kaupa aftur myndarlega í Heimavöllum

Innlent

Vonandi hefur samningurinn veru­leg á­hrif á tekjur Klappa

Auglýsing

Nýjast

Einn vildi 0,5 prósentastiga hækkun á stýrivöxtum

Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór

Atvinnuleysi var 2,9 prósent í október

Þyrfti allt að 31 milljarðs rekstrarbata

Stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd skoði mál Seðla­bankans

Ikea segir upp 7.500 manns

Auglýsing