Tiantian Kulland­er, þrí­tugur stofnandi raf­mynta­fyrir­tækisins Am­ber Group, fannst látinn á heimili sínu á dögunum. Svo virðist Kulland­er hafi látist í svefni og orðið bráð­kvaddur.

New York Post greinir frá þessu og segir að raf­mynta­heimurinn syrgi nú þennan þrí­tuga frum­kvöðul.

Kulland­er, sem var þekktur undir nafninu TT, stofnaði Am­ber Group árið 2017 á­samt fyrr­verandi starfs­mönnum Gold­man Sachs Group og Morgan Stanl­ey. Áður hafði Kulland­er starfað sem verð­bréfa­miðlari hjá báðum fyrir­tækjum.

Árið 2019 komst hann á lista For­bes, 30 Under 30, þar sem teknir eru saman ungir og efni­legir ein­staklingar í fjár­mála­heiminum sem eiga fram­tíðina fyrir sér.

Am­ber Group hefur verið á mikilli upp­leið á undan­förnum árum og fyrr á þessu ári var fyrir­tækið metið á þrjá milljarða Banda­ríkja­dala.

„Hann setti hjarta sitt og sál í fyrir­tækið, allt frá stofnun þess og leiddi með góðu for­dæmi,“ segir í yfir­lýsingu sem birtist á vef Am­ber Group þar sem til­kynnt var um and­lát hans. Í yfir­lýsingunni kemur fram að Kulland­er láti eftir sig eigin­konu og ungan son.