Síðastliðin 13 ár hefur Falur starfað hjá Samkaupum, fyrst sem mannauðsstjóri og frá 2018 sem forstöðumaður rekstrar- og mönnunardeildar. Þar á undan starfaði hann sem ráðgjafi hjá Capacent og við rekstur tölvukerfa og forritun hjá bæði Varnarliðinu í Keflavík og Flugleiðum. Þá sat Falur í stjórn fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á árunum 2014 til 2019.

Falur er með BS-gráðu í tölvunarfræði og hagnýtri stærðfræði frá Charleston Southern University og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Falur hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir Íslands hönd í körfubolta og hefur mikla reynslu af þjálfun bæði yngri og eldri flokka.

„Það er margt spennandi á döfinni og við erum virkilega ánægð með að hafa fengið Fal til að leiða framúrskarandi teymi skólalausna og rafrænna viðskipta. Falur er öflugur stjórnandi með mikla reynslu sem án efa nýtist okkur og okkar viðskiptavinum vel“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania

„Ég gríðarlega stoltur og spenntur að vera kominn til Advania til að leiða þennan öfluga hóp til góðra verka. Okkar áherslur eru að halda vel utan um þær lausnir sem fyrir eru ásamt því að nýta tækifærin til frekari þróunar okkar viðskiptavinum til hagsbóta.“ segir Falur.