Komið er að leiðarlokum hjá flug­fé­laginu WOW air, sem í dag sagði upp öllu sínu starfs­fólki og skellti í lás. Saga flug­fé­lagsins hefur verið ævin­týri líkust allt frá stofnun þess árið 2011, þegar það tók að vaxa á ógnar­hraða. Stjórn­endur misstu hins vegar sjónar á rekstrinum á síðari stigum, með fyrr­nefndum af­leiðingum. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru í máli og myndum og litið yfir farinn veg.

Starfsfólk hefur staðið þétt við bak Skúla og hver starfsmaðurinn á fætur öðrum birt stuðningsyfirlýsingar til handa félaginu.
Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá WOW air.
WOW air óx á ógnarhraða. Félagið var stofnað árið 2011, þegar það yfirtók Iceland Express. Gunnhildur Blöndal varð milljónasti farþeginn árið 2014, en hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Björgvini Viktori Þórðarsyni.
Einkennisbúningar WOW air hafa alltaf verið smart og áberandi.
Áfangastöðunum fjölgaði hratt og fyrr en varði voru þeir þrjátíu talsins.
Nýr áfangastaður kynntur til sögunnar.
Skúli skellti sér endrum og eins og flugstjórnarklefann.
Og enn einn áfangastaðurinn. Í þetta sinn Montreal í Kanada.
Skúli Mogensen, fyrir hönd WOW air, tók risastórt skref í rekstri sínum þegar hann bætti við þremur breiðþotum af gerðinni Airbus A330 árið 2015, en ein slík er talin kosta rúma 30 milljarða. Hann tilkynnti á sama tíma að félagið myndi hefja ferðir til Lo
Fréttablaðið/Vilhelm
Freyja kynnt til sögunnar og Ameríkuflugin samhliða því. Gleðin við völd á Reykjavíkurflugvelli og flestir fjölmiðlar landsins mættir til þess að taka þátt í athöfninni. Skúli í skýjunum.
Fréttablaðið/Vilhelm
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Á annað þúsund manns etja kappi ár hvert.
Fréttablaðið/Valli
Keppnin er haldin til styrktar góðgerðarsamtökum, en búist er við að hún haldi sínu striki, þrátt fyrir fall flugfélagsins.
Fréttablaðið/Andri Marinó
Erfiðleikar fóru að gera vart við sig á síðasta ári og hér sést Skúli í höfuðstöðvum sínum í Borgartúni að reyna að leita leiða til þess að bjarga fyrirtækinu.
Fréttablaðið/Anton Brink
Skúli forðaðist fjölmiðla eins og heitan eldinn en um þessar mundir, í nóvember 2018, var hann að leita að hugsanlegum kaupendum að félaginu. Viðræður hófust við Icelandair, sem fóru út um þúfur skömmu síðar.
Fréttablaðið/Ernir
Forstjóri og stjórnarmenn WOW air, ásamt fulltrúa skuldabréfaeigenda f lugfélagsins, ganga út af fundi í fjármálaráðuneytinu á þriðjudag. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, Davíð Másson stjórnarmaður, Lív Bergþórsdóttir stjórnarformaður, Helga Hlín Hákona
Komið að leiðarlokum. Öllu flugi aflýst og starfseminni hætt.