Ólafur Þór Jóels­son, fram­kvæmda­stjóri Senu, segir að ó­lík­legt verði að teljast að fleiri PlaySta­tion 5 tölvur lendi á Ís­landi fyrir jól. Vélarnar sem komu í fyrstu sendingu til landsins eru allar upp­seldar og mikil eftir­spurn.

Í skrif­legu svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins segir Ólafur að á­stæður fyrir skorti á tölvum séu marg­vís­legar. Vélarnar, sem fást í tveimur út­gáfum seldust eins og heitar lummur í for­sölu. Má sjá aug­lýsingar á Face­book þar sem fólk býður hundruð þúsunda fyrir eitt stykki PlaySta­tion 5 tölvu fyrir jól.

Ólafur segir að út­gáfa tölvunnar sé sú stærsta frá því að PS2 tölvan kom út árið 2000, og það þrátt fyrir tak­markað fram­boð.

„Þessi mikla eftir­vænting og spenningur hefur gert það að verkum að færri fá en vilja því miður. Í nánast hvert sinn sem að PlaySta­tion vél hefur komið út hafa færri fengið en viljað og eru á­stæðurnar marg­vís­legar,“ segir hann.

CO­VID kann að hafa spilað inní

„CO­VID-19 kann að hafa spilað eitt­hvað inní, en aðal­lega er á­stæðan sú að það er flókið að fram­leiða vélina, þarf að­föng víða að og jafn­vel í­hluti sem eru notaðir í önnur vin­sæl raf­tæki. Svo þarf að drefia henni um allan heim og tryggja sem mestan jöfnuð í þeirri dreifingu.“

Ólafur segir Senu í stöðugu sam­bandi við japanska fram­leiðandann Sony vegna málsins. Raf­tækja­fram­leiðandinn hafi verið látinn vita af spennunni hér­lendis og gífur­legri eftir­spurn eftir tölvunni.

„Og hafa þau lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma fleiri vélum til okkar eins fljótt og hægt er. Hvort það verður í janúar eða febrúar er ekki vitað um að svo stöddu, en mjög ó­lík­legt að það verði fyrir jól.“