Ás­mundur Sveins­son, eig­andi Kors heild­sölu, fékk ný­verið sam­þykki frá ÁTVR til þess að koma inn­fluttu víni í sölu hjá Vín­búðinni. Hann þarf hins vegar að bíða í rúma tíu mánuði þangað til vínið fær að fara í hillur Vínbúðarinnar.

„Við vorum að bæta við vöru­línuna hjá okkur og tókum inn tals­vert af vörum. Við sækjum um, skilum sýnis­hornum og það fer svo í sitt ferli. Svo þegar það er af­greitt og þá kom: „Við sam­þykkjum vöruna þína. Á­ætlaður dagur í sölu er 1. febrúar 2022,“ segir Ás­mundur.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að um árs­bið er eftir því að koma vörum í ríkið. Fyr­ir­komu­lag reynslu­­sölu í Vín­búðunum vikar þannig að nýj­ar vör­ur eru skráðar og fara því næst í röð. Að jafnaði eru tekn­ar inn 50 teg­und­ir á mánuði.

Reynslu­sala er í fjór­um Vín­búðum; Heið­rúnu, Skútu­vogi, Kringl­unni og í Hafnar­f­irði. Ef vör­ur selj­ast vel fær­ast þær í kjarna­­sölu en ef ekki er þeim skipt út að ári liðnu. „Það sem þú vilt komast í er kjarna­salan,“ segir Ás­mundur en það mun taka lík­legast meira en ár áður en vörurnar hans ná það langt.

Miklar raðir hafa myndast við Vínbúðina síðustu mánuði vegna fjöldatakmarkana.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Spurður segir Ásmundur að um sé að ræða vöru sem búið er að borga fyrir og flytja inn til landsins.

„Við hefðum átt að panta bara einn kassa og sækja um í sölu en ég bjóst ekki við þessari bið,“ segir Ás­mundur sem segir starfs­menn ÁTVR vera að vinna í að leysa þetta.

„Þau voru hin al­menni­legustu. Þau eru bara að upp­lifa nýja stöðu í sínum kerfum líka,“ bætir hann við.

Um 800 nýjar vörutegundir bíða

Sig­rún Ósk Sigurðar­dóttir, að­stoðar­for­stjóri hjá ÁTVR, segir að met­fjöldi sé í umsóknum um nýjar vörur um þessar mundir.

Er það skortur á hillu­plássi hjá Vínbúðinni sem veldur þessu?

„Þetta er kannski skortur á hillu­plássi að því leyti að maður getur ekki aukið fjöldann enda­laust. Ég get ekki sagt að í dag sé skortur á hillu­plássi en ef ég ætlaði að taka inn 200 vörur í við­bót þá myndum við ekki hafa hillu­pláss,“ segir Sig­rún.

„Eins og kerfið er byggt upp þá höfum við alveg pláss fyrir þetta flæði sem er en við getum ekki tekið inn þessar 800 vörur sem bíða á einu bretti.“

Hvað er það sem veldur þessu? Er verið að flytja inn meira vín en áður?

„Það er meiri að­sókn en verið hefur. Það sem við heyrum út undan okkur er að markaður sem þessir aðilar hafa verið á hefur verið mjög lokaður. Veitinga­húsin og Frí­höfnin sem dæmi. Það getur vel verið að það leiði til þess að við­komandi er með vörur þars sem flæðið hefur stoppað á og þá sér fínt að koma henni í annan far­veg,“ segir Sig­rún.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

„Við erum bundin að því reglu­verki sem við vinnum í“

Hvað er hægt að gera í þessu? Væri lausn að opna fleiri Vín­búðir?

„Nei, það sem við erum að gera núna að horfa á kerfið og skoða hvort við getum eitt­hvað hliðrað til í kerfinu og gert breytingar á fyrir­komu­laginu. Við erum að skoða alla mögu­leika til að finna ein­hverja lausn til að koma fleiri tegundum að.“

„Við erum náttúru­lega mjög bundin að því reglu­verki sem við vinnum í. Nú er það bara skil­greint að nýjar vörur fara í fjórar verslanir og við erum bara að vinna í þessum skil­greiningum. Við getum ekki allt í einu á­kveðið að þetta fer í ein­hverja aðra búð. Við erum bara að skoða reglurnar og hvaða svig­rúm við höfum,“ segir Sig­rún.

Sigrún segir að að­gerðir ÁTVR til að mæta þessari aukningu verða kynntar bráð­lega en unnið hefur verið í þessu frá ára­mótum.