William Fouse sem kallaður er faðir vísitölusjóða er látinn. Hann varð 91 árs. Fjárfestingar slíkra sjóða endurspegla tiltekna vísitölu og njóta mikilla vinsælda.

Fouse kom fyrsta vísitölusjóðnum á fót þegar hann vann fyrir Wells Fargo á áttunda áratugnum. Hann vann áður hjá Mellon Bank in Pittsburgh en fékk ekki leyfi til að stofna vísitölusjóð og færði sig því um set.

Sjóðastýringardeild Wells Fargo sem Fouse setti mark sitt á er nú í eigu BlackRock, stærsta eignastýringarfyrirtækis í heimi, segir í frétt Financial Times.

William Fouse, stofnandi Mellon Capital Management

Fouse stofnaði ásamt fleirum Mellon Capital Management árið 1983 sem nú í eigu Bank of New York Mellon. Hann starfaði þar til ársins 2014.