Tækni

Face­book sektað um hálfa milljón punda

Sektin snýr að Cam­brid­ge Analyti­ca-skandalnum sem kom upp fyrr á þessu ári. Per­sónu­vernd Bret­lands metur það svo að Face­book hafi mis­farist að sjá til þess að Cam­brid­ge Analyti­ca eyddi per­són­upp­lýsingum um not­endur sam­fé­lags­miðilsins.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, kom á fund nefnda Bandaríkjaþings og Evrópusambandsins vegna upplýsingalekans til Cambridge Analytica. Nordicphotos/Getty

Persónuvernd í Bretlandi hyggst sekta samfélagsmiðilinn Facebook um 500 þúsund pund í tengslum við Cambridge Analytica-skandalinn sem kom upp fyrr á árinu. BBC greinir frá.

Það er niðurstaða ICO, persónuverndar Bretlands, að Facebook hafi gerst brotlegt með því að hafa misfarist að sjá til þess að Cambridge Analytica eyddi persónuupplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins. 

Cambridge Analytica komst yfir persónuupplýsingar um 87 milljónir notenda og notaði í annarlegum tilgangi, einkum til að höfða til kjósenda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.

ICO mun einnig beita sér gegn SCL Elections, móðurfélagi Cambridge Analytica, sem lagði upp laupana í maí síðastliðinn. Hæstin er sú sekta sem ICO getur úrskurðað um en Facebook var í fyrra sektað um því sem nemur 95 milljónum punda af ESB vegna misvísandi upplýsinga til þeirra sem hugðust sækja sér forritð WhatsApp.

Facebook hefur sagst munu bregðast við sektinni von bráðar en viðbúið er að úrskurður líkt og þessi verði til þess að miðillinn bíði álitshnekki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Cambridge Analytica lokar því kúnnarnir eru farnir

Erlent

Gögnum 87 milljón notenda lekið

Tækni

Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum

Auglýsing

Nýjast

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Vofa góðra stjórnarhátta

Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels

Eaton Vance dregur saman seglin á Íslandi

Líf­eyris­sjóðir leggi hinu opin­bera lið

Auglýsing