Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir hafa fengið aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. 

Með því eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrirtækið getur frá og með næstkomandi mánudegi átt bein og milliliðalaus viðskipti með öll verðbréf sem skráð eru í Nasdaq Copenhagen og Nasdaq Stockholm kauphallirnar.

Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Fossa markaða,að með kauphallaaðildinni sé hægt að þjónustu viðskiptavini enn betur á mörkuðum á Norðurlöndum.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Fossum mörkuðum í vor starfsleyfi til að bjóða upp á fyrirtækjaráðgjöf til viðbótar við aðra starfsemi.