Fjármálamarkaðir

Fá aðild að kaup­höllum í Dan­mörku og Sví­þjóð

Með því eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða

Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir hafa fengið aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. 

Með því eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrirtækið getur frá og með næstkomandi mánudegi átt bein og milliliðalaus viðskipti með öll verðbréf sem skráð eru í Nasdaq Copenhagen og Nasdaq Stockholm kauphallirnar.

Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Fossa markaða,að með kauphallaaðildinni sé hægt að þjónustu viðskiptavini enn betur á mörkuðum á Norðurlöndum.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Fossum mörkuðum í vor starfsleyfi til að bjóða upp á fyrirtækjaráðgjöf til viðbótar við aðra starfsemi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjármálamarkaðir

Landsbankinn greiðir ríkissjóði 9,5 milljarða í arð

Fjármálamarkaðir

Arnarlax hækkar um 130 milljónir í bókum TM

Fjármálamarkaðir

Kvika hagnaðist um rúman milljarð

Auglýsing

Nýjast

EFLA kaupir skoska lýsingar­hönnunar­stofu

Sturla segist kaupa aftur myndarlega í Heimavöllum

Vonandi hefur samningurinn veru­leg á­hrif á tekjur Klappa

Einn vildi 0,5 prósentastiga hækkun á stýrivöxtum

Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór

Atvinnuleysi var 2,9 prósent í október

Auglýsing