Hagnaður F. Bergssonar, fjárfestingafélags Frosta Bergssonar, var 30 milljónir króna árið 2019. Til samanburðar nam tapið 182 milljónum króna árið áður. Arðsemi eiginfjár var um tvö prósent í fyrra.

Frosti var á meðal stofnenda Opinna Kerfa og hefur um árabil verið á meðal hluthafa fyrirtækisins.

Eigið fé F. Bergssonar var 1,4 milljarðar króna við árslok og eiginfjárhlutfallið 80 prósent. Einu skuldirnar eru við Frosta.

Frosti á meðal annars 22 prósenta hlut í bifreiðaumboðinu Öskju og 16 prósenta hlut í Opnum Kerfum. Í fyrra eignaðist sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins.

Hlutur F. Bergssonar í Eik fasteignafélagi var metinn á 643 milljónir króna við árslok. Hlutur fjárfestingafélagsins í skráðum fyrirtækjum á hlutabréfamarkað var metið á 785 milljónir króna.