Innlent

Eyrir keypti níu prósent í sjálfu sér

Landsbankinn samþykkti tilboð fjárfestingafélagsins í tæpan 9,0 prósenta hlut í sjálfu sér.

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest. Fréttablaðið/Vilhelm

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, stærsti einstaki hluthafi Marels, keypti í síðustu viku tæplega níu prósenta hlut af Landsbankanum í sjálfu sér. Kaupverðið nam um 3,8 milljörðum króna.

Bankinn bauð sem kunnugt er 12,1 prósents hlut sinn í Eyri Invest til sölu í byrjun síðasta mánaðar. Frestur til að skila inn tilboðum rann út fyrir viku og tók Landsbankinn fjórum tilboðum af fimm sem bárust í 9,2 prósenta hlut. Þar af samþykkti bankinn tilboð fjárfestingafélagsins í tæpan 9,0 prósenta hlut í sjálfu sér.

Söluandvirði allra hlutabréfanna sem Landsbankinn seldi nam um 3,9 milljörðum króna en eftir söluna fer bankinn með um 12,8 prósenta hlut í Eyri Invest.

Eins og Markaðurinn hefur greint frá hóf Fjármálaeftirlitið að leggja dagsektir á Landsbankann um miðjan septembermánuð til þess að knýja á um að bankinn seldi hlut sinn í fjárfestingafélaginu. Eftirlitið hefur á undanförnum árum veitt bankanum fresti til þess að minnka hlut sinn.

Eyrir Invest fer með 27,9 prósenta hlut í Marel, langsamlega stærsta félaginu í Kauphöllinni. Til viðbótar á fjárfestingafélagið 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing