Al­vot­ech og al­þjóð­lega lyfja­fyrir­tækið STADA Arzneimittel til­kynntu í dag að Evrópska lyfja­stofnunin hafi sam­þykkt að taka til um­sagnar um­sókn um markaðs­leyfi fyrir AVT04, fyrir­hugaða líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Stelara (us­tekinu­mab). Sam­starfs­aðilarnir gera ráð fyrir því að af­staða EMA til veitingar markaðs­leyfis geti legið fyrir á síðari helmingi ársins 2023.

Joseph McC­lellan, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna og þróunar hjá Al­vot­ech, segir það á­nægju­legt að færast skrefi nær því að geta veitt sjúk­lingum í Evrópu að­gang að AVT04.

„Mark­mið okkar er að mæta aukinni eftir­spurn eftir hag­stæðari líf­tækni­lyfjum og hefur Al­vot­ech byggt upp full­komna að­stöðu sem gerir okkur kleift að vinna að þróun og fram­leiðslu margra lyfja sam­hliða,“ segir Joseph.

Bry­an Kim, yfir­maður sér­lyfja­deildar STADA, segir einnig að á­kvörðun EMA að taka um­sóknina um markaðs­leyfi til um­sagnar vera mikil­vægan lið í að fjölga úr­ræðum í Evrópu fyrir lækna og sjúk­linga sem glíma við bólgu­sjúk­dóma.

AVT04 yrði sterk við­bót við þær sex líf­tækni­lyfja­hlið­stæður sem STADA hefur þegar sett á markað í Evrópu. Ein af þeim er adali­mu­mab líf­tækni­lyfja­hlið­stæða Al­vot­ech með auknum styrk og sítrat­lausu lyfja­formi,“ segir Bry­an.

Í nóvember 2019 til­kynntu Al­vot­ech og STADA að fyrir­tækin hefðu gengið til sam­starfs um markaðs­setningu í Evrópu á átta líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum sem Al­vot­ech hyggst þróa og fram­leiða. Fyrsta lyfið í sam­starfinu, Hu­kyndra (adali­mu­mab) líf­tækni­lyfja­hlið­stæða við Humira kom á markað á síðasta ári og er nú selt í 16 Evrópu­ríkjum.

Í maí 2022 til­kynnti Al­vot­ech að rann­sókn á sjúk­lingum með miðlungs­mikinn og veru­legan psoriasis hefði leitt í ljós að AVT04 hafi sömu klínísku virkni og saman­burðar­lyfið Stelara (us­tekinu­mab). Fyrr í sama mánuði til­kynnti Al­vot­ech einnig að já­kvæð niður­staða hefði fengist úr klínískri rann­sókn á lyfja­hvörfum AVT04 í saman­burði við Stelara.