Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa lýst því yfir að þær úrbætur sem flugvélaframleiðandinn Boeing hefur gert á hönnun 737 Max-flugvélanna séu fullnægjandi og að flugvélunum verði mögulega heimilt að hefja sig til flugs á ný í evrópskri lofthelgi áður en árið er úti. Bloomberg greindi frá þessu í morgunsárið.

Eftir að framkvæmd tilraunafluga í september síðastliðnum vinnur EASA nú að lokayfirferð á niðurstöðum þeirra. Líklegt er að reglugerð verði gefin út í nóvember þar sem MAX-vélunum verður formlega heimilt að fljúga í evrópskri lofthelgi. 

Allar MAX 737-flugvélar Boeing voru kyrrsettar í mars 2019 eftir að tvær brotlendingar slíkra véla voru raktar til galla í stýrikerfa vélanna. Alls létust 346 manns í slysunum tveimur. 

Icelandair hafði þá samið um kaup á 16 slíkum vélum við Boeing, en félagið hefur nú endursamið um að kaupa 12 vélar í stað 16. Alls hefur Icelandair fengið sex vélar afhentar frá Boeing. 

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ekki gefið upp hvenær ákvörðunar er að vænta varðandi MAX-vélarnar í bandarískri lofthelgi.