Ís­lenski tölvu­leikurinn EVE On­line úr smiðju CCP kemur út á kóresku síðar í þessari viku. Með út­gáfunni opnast einn stærsti og þróaðasti tölvu­leikja­markaður heims fyrir CCP og Eve On­line, að því er fram kemur í til­kynningu.

Í til­efni út­gáfu EVE On­line á kóresku verður Hilmar Veigar Péturs­son, for­stjóri CCP, einn aðal­ræðu­manna G-Star ráð­stefnunnar í Busan, Suður-Kóreu. Kóresk út­gáfa EVE On­line kemur út sama dag og ráð­stefnan hefst, fimmtu­daginn 14. nóvember, og munu rúm­lega tvö hundruð þúsund gestir hennar þar fá tæki­færi til að prófa og keppa í EVE On­line.

Með kóreskri út­gáfu EVE On­line fá EVE spilarar í Japan, Ástralíu og Nýja Sjá­landi fleiri leik­menn til liðs við leikinn á sínu tíma­belti í Asíu og Kyrra­hafi, en löndin hafa í dag á að skipa sam­fé­lagi öflugra EVE spilara sem oft eiga erfitt með að spila við fólk annar­staðar í heiminum á hentugum tíma.