Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dóttir hefur verið ráðin markaðs- og upp­lifunar­stjóri Hag­kaups og hefur hún störf seinni part sumars. Evu Lauf­ey þarf vart að kynna en hún hefur meðal annars starfað sem dag­skrár­gerðar­maður á Stöð 2 undan­farin ár.

Í til­kynningu frá Hag­kaup kemur fram að Eva taki við nýrri stöðu hjá Hag­kaup sem er liður í stefnu fé­lagsins að auka upp­lifun við­skipta­vina og þróa staf­ræna þjónustu við þá. Bent er á að Hag­kaup hafi ný­lega opnað vef­verslun með snyrti­vörur og er stefnan sett á að auka enn frekar við vörur og þjónustur í versluninni.

„Ég hlakka til að takast á við ný og ögrandi verk­efni. Það er virki­lega spennandi að fá að leiða upp­byggingu sem eru þegar hafnar hjá Hag­kaup í átt að staf­rænni og enn betri þjónustu við við­skipta­vini Hag­kaups og styrkja upp­lifun þeirra í verslun og á staf­rænum miðlum. Ég þekki Hag­kaup vel og hlakka til að nýta mína þekkingu og reynslu við að gera Hag­kaup að enn skemmti­legri verslun,” segir Eva í til­kynningu sem barst fjöl­miðlum í morgun.

Sigurður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups, segist afar á­nægðir með að fá Evu Lauf­eyju til liðs við fyrir­tækið.

„Við höfum átt á­nægju­legt sam­starf við hana í gegnum árin við vinnslu á fjölda verk­efna. Við erum sann­færð um að Eva sé rétti aðilinn í að halda á­fram að skapa með okkur ævin­týra­lega upp­lifun í verslun þar sem að skemmti­legast er að versla. Það eru spennandi tímar fram­undan hjá Hag­kaup og mörg verk­efni í vinnslu sem auka þjónustu og upp­lifun við­skipta­vina enn frekar. Eva verður lykil­aðili í úr­vinnslu á þeim verk­efnum,” segir Sigurður í til­kynningunni.