Innlent

Eva Ceder­balk hættir í stjórn Arion banka

Eva Cederbalk hefur setið í stjórn Arion banka frá árinu 2017. Ljósmynd/Arion banki

Eva Cederbalk, sem hefur gegnt stjórnarformennsku í Arion banka frá árinu 2017, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á aðalfundi bankans sem fram fer næsta miðvikudag. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Brynjólfur Bjarnason verði kjörinn formaður stjórnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi Kauphöllinni í kvöld.

Sjö manns hafa boðið sig fram til stjórnar Arion banka en frestur til þess að skila inn framboðum rann út klukkan fjögur síðdegis í dag.

Í framboði eru þau Benedikt Gíslason, Brynjólfur Bjarnason, Herdís Dröfn Fjeldsted, Liv Fiksdahl, Paul Richard Horner, Renier Lemmens og Steinunn Kristín Þórðardóttir. Leggur tilnefningarnefnd til að þau verði öll kjörin í stjórn bankans en þau Fiksdahl, Horner og Lemmens koma ný inn í stjórnina.

Auk Cederbalk gefur Måns Höglund ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Haft er eftir Cederbalk í tilkynnningunni að þegar hún hafi tekið sæti í stjórn bankans hafi verið eitt helsta verkefnið að skrá hann á markað.

„Því verki lauk farsællega síðastliðið sumar þegar bankinn var skráður í kauphöll bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Ég er stolt af því að hafa verið þátttakandi í þeirri mikilvægu vegferð,“ segir hún. 

Um flókið og krefjandi verkefni hafi verið að ræða sem hafi krafist mikils af öllum sem að komu, stjórn og stjórnendum bankans. 

Eyþór Árnason

„Með þetta í huga, en einnig sökum anna vegna annarra starfa og ferðalaga sem þeim fylgja sem og persónulegra aðstæðna, tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu og formennsku í stjórn Arion banka og upplýsti tilnefningarnefnd um hana,“ segir Eva Cederbalk.

Þá hafa þau Ólafur Örn Svansson, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Þröstur Ríkharðsson boðið sig fram í varastjórn Arion banka.

Eins og áður sagði leggur tilnefningarnefndin til að Brynjólfur Bjarnason verði kjörinn formaður stjórnar og jafnframt að Herdís Dröfn verði kjörin varaformaður.

Á aðalfundinum verður enn fremur kosið um tvö sæti í tilnefningarnefnd Arion banka og hafa þeir Christopher Felix Johannes Guth og Sam Taylor gefið kost á sér til setu í hana. Stjórn bankans mun meta hæði frambjóðenda til tilnefningarnefndarinnar og verður niðurstaða þess mats birt á vef bankans eigi síðar en klukkan fjögur síðdegis á mánudag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Már: Ég bjóst síður við þessu

Innlent

Félag um vindmyllur í Þykkvabæ gjaldþrota

Innlent

Töluverð verðlækkun á fasteignamarkaði

Auglýsing

Nýjast

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Komnir í viðræður við fjárfesta og álrisa

Lægra verð­mat á Eim­skip endur­speglar ó­vissu

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Auglýsing