For­sætis­ráðu­neytinu hafa borist 15 um­sóknir um em­bætti seðla­banka­stjóra sem aug­lýst var laust til um­sóknar 20. febrúar en frestur til um­sóknar rann út á mið­nætti 25. mars. 

Skipunar­tími Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra rennur út 20. ágúst næst­komandi en hann hefur gegnt stöðunni frá 2009. 

Sér­stök hæfnis­nefnd verður skipuð til þess að fara yfir um­sóknirnar og meta hæfni þeirra sem sóttu um. 

Um­sækj­endur um em­bætti seðla­banka­stjóra 

Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra 
Ás­geir Jóns­son, dósent og for­seti hag­fræði­deildar Há­skóla Ís­lands 
Ás­geir Brynjar Torfa­son, lektor við Há­skóla Ís­lands 
Bene­dikt Jóhannes­son, fyrrv. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 
Gunnar Haralds­son, hag­fræðingur 
Gylfi Arn­björns­son, hag­fræðingur 
Gylfi Magnús­son, dósent 
Hannes Jóhanns­son, hag­fræðingur 
Jón Dani­els­son, prófessor 
Jón G. Jóns­son, for­stjóri banka­sýslu ríkisins
Katrín Ólafsdóttir, lektor
Salvör Sig­ríður Jóns­dóttir, nemi 
Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri 
Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri markaðs-, við­skipta- og fjár­stýringar í Seðla­banka Ís­lands 
Vil­hjálmur Bjarna­son, lektor 
Þor­steinn Þor­geirs­son, sér­stakur ráð­gjafi á skrif­stofu seðla­banka­stjóra

Frétt uppfærð kl. 20:50: Tölvupóstsvarnir Stjórnarráðsins komu í veg fyrir að ein umsókn, sem send var fyrir lok tímafrests, bærist forsætisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð.