Veitingastaðnum Essensia á Hverfisgötu í miðborginni hefur nú verið lokað. Hákon Már Örvarsson, verðlaunakokkur, rak veitingastaðinn sem sérhæfði sig í ítalskri matargerð, frá opnun hans í ágúst 2016 en hefur nú skellt í lás.

Státaði veitingastaðurinn sem var hannaður af ítölskum hönnuðum af ítölskum eldofni, sérlagaðri ólífuolíu og handgerðu pasta.

Hákon hefur einnig rekið barinn og veitingastaðinn á 101 Hótel, 101 Restaurant og bar en einkahlutafélagið sem skráð var ábyrgðaraðili fyrir rekstrinum, Grágæs ehf., var úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðinn. Grágæs ehf. er skráð á sama heimilisfang og einkahlutafélagið Essensia ehf.

Aukins samdráttar gætir í veitngahúsageiranum um þessar mundir en á dögunum seldu stofnendur og rekstraraðilar vetingastaðarins Snaps hlut sinn í Cafe Paris til Birgis Þórs Bieltvedts, fjárfestis.