Innlent

Erlendur nýr stjórnarformaður Heimavalla

Fréttablaðið/Stefán

Erlendur Magnússon, eigandi Total Capital Partners, er nýr stjórnarformaður Heimavalla en hluthafafundur félagsins fór fram í morgun. Erlendur og Arthur Irving yngri, fyrrum forstjóri kanadíska olíufélagsins Irving Oil, voru kjörnir nýir í stjórn íbúðaleigufélagsins.

Stjórnarmennirnir Anna Þórðardóttir, Halldór Kristjánsson og Hildur Árnadóttir voru öll endurkjörin en Halldór var kjörinn varaformaður stjórnar.

Sjö manns gáfu kost á sér í stjórnina en þeir Einar Símonarson og Vilhjálmur Bergs hlutu ekki brautargengi til stjórnarsetu.

Erlendur Magnússon, nýr stjórnarformaður Heimavalla

Erlendur er sem fyrr segir eigandi og stjórnarformaður Total Capital Partners en hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og forverum hans á árunum 1997 til 2008. Hann lét af störfum sem stjórnarformaður greiðslukortafyrirtækisins Borgunar í mars síðastliðnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sam­einar ást á Ís­landi og vín­gerð á Vest­fjörðum

Innlent

Sérbýli ekki hækkað meira síðan í mars 2017

Innlent

KG Fiskverkun í hóp stærstu hluthafa HB Granda

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Bankar loka fyrr vegna lands­leiksins

Innlent

Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Marels

Erlent

Elon Musk æfur út í starfs­mann Tesla

Innlent

Alþjóðlegur banki kaupir Beringer Finance

Bandaríkin

Trump hótar frekari tolla­lagningu á Kína

Innlent

Ísland hækkar á lista stafrænnar samkeppnishæfni

Auglýsing