Innlent

Erlendur nýr stjórnarformaður Heimavalla

Fréttablaðið/Stefán

Erlendur Magnússon, eigandi Total Capital Partners, er nýr stjórnarformaður Heimavalla en hluthafafundur félagsins fór fram í morgun. Erlendur og Arthur Irving yngri, fyrrum forstjóri kanadíska olíufélagsins Irving Oil, voru kjörnir nýir í stjórn íbúðaleigufélagsins.

Stjórnarmennirnir Anna Þórðardóttir, Halldór Kristjánsson og Hildur Árnadóttir voru öll endurkjörin en Halldór var kjörinn varaformaður stjórnar.

Sjö manns gáfu kost á sér í stjórnina en þeir Einar Símonarson og Vilhjálmur Bergs hlutu ekki brautargengi til stjórnarsetu.

Erlendur Magnússon, nýr stjórnarformaður Heimavalla

Erlendur er sem fyrr segir eigandi og stjórnarformaður Total Capital Partners en hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og forverum hans á árunum 1997 til 2008. Hann lét af störfum sem stjórnarformaður greiðslukortafyrirtækisins Borgunar í mars síðastliðnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Innlent

Afkoma Origo betri en áætlað var

Innlent

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Félag Svanhildar hagnaðist um 464 milljónir

Þarf kraftaverk til að afkomuspá Sýnar rætist

Auglýsing