Innlent

Erlendur nýr stjórnarformaður Heimavalla

Fréttablaðið/Stefán

Erlendur Magnússon, eigandi Total Capital Partners, er nýr stjórnarformaður Heimavalla en hluthafafundur félagsins fór fram í morgun. Erlendur og Arthur Irving yngri, fyrrum forstjóri kanadíska olíufélagsins Irving Oil, voru kjörnir nýir í stjórn íbúðaleigufélagsins.

Stjórnarmennirnir Anna Þórðardóttir, Halldór Kristjánsson og Hildur Árnadóttir voru öll endurkjörin en Halldór var kjörinn varaformaður stjórnar.

Sjö manns gáfu kost á sér í stjórnina en þeir Einar Símonarson og Vilhjálmur Bergs hlutu ekki brautargengi til stjórnarsetu.

Erlendur Magnússon, nýr stjórnarformaður Heimavalla

Erlendur er sem fyrr segir eigandi og stjórnarformaður Total Capital Partners en hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og forverum hans á árunum 1997 til 2008. Hann lét af störfum sem stjórnarformaður greiðslukortafyrirtækisins Borgunar í mars síðastliðnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum

Innlent

Halli vöruviðskipta jókst um 63 prósent á milli ára

Innlent

Margrét nýr forstjóri Nova

Auglýsing

Nýjast

Ekki freðinn þegar hann greindi frá Tesla-á­formum

Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins

Krefja Valsmenn um 50 milljónir króna

Bréf í Icelandair upp um sex prósent

32 milljóna hagnaður Regins á öðrum fjórðungi

Landsnet hagnaðist um 1,7 milljarða á fyrri árshelmingi

Auglýsing