Alls 14 erlend fjármálafyrirtæki hafa lýst yfir áhuga sínum á að gegna hlutverki ráðgjafa við söluna á Íslandsbanka. Frestur til að skila yfirlýsingum þar að lútandi til Bankasýslunnar rann út í dag. Alls voru 24 fyrirtæki sem skiluðu inn yfirlýsingu, en þar af eru 14 erlend fyrirtæki.

Meðal erlendra fyrirtækja sem vilja gegna hlutverki fjármálaráðgjafa eða söluráðgjafa eru Goldman Sachs, JP Morgan, Deutsche Bank og Rotschild Nordic. Fjöldi norrænna fyrirtækja er einnig með umsækjenda, svo sem ABG Sundall Collier, Swedbank og Nordea.

Allir íslensku bankarnir vilja vera til ráðgjafar við söluferlið. Einnig er áhugi meðal smærri fjármálafyrirtækja, svo sem Arctica Finance og Íslenskra fjárfesta.

Listann í heild sinni má sjá hér.