Hótelkeðjan Meininger sem er í eigu indverska ferðaþjónusturisans Cox & Kings mun hefja hótelrekstur í JL húsinu þar sem Oddsson hótel var áður og verða alls 122 herbergi á hótelinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Cox & Kings. Segir í tilkynningunni að hönnun hótelsins verði innblásins af svæðinu í kring. Þá verði sérstakt leikjarými á neðstu hæðinni en húsnæðið telur 5.500 fermetra á fimm hæðum.

Meininger rekur 24 hótel í helstu stórborgum Evrópu. Það er sem áður segir í eigu Cox & Kings sem er skráð í kauphöllina í Mumbai. Heildarvirði Cox & Kings nemur á annað hundrað milljarða króna.

Sjá einnig: Skellt í lás hjá Oddsson og öllu starsfólki sagt upp

Oddsson hótel var opnað árið 2016 en Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson komu hótelinu á fót. Hótelinu var lokað í september og öllu starfsfólkinu sagt upp.