Innlent

Er­lend risa­keðja hefur rekstur í JL húsinu

Meininger rekur 24 hótel í helstu stórborgum Evrópu. Eigandi Meininger er skráður í indversku kauphöllina.

Oddsson hótel hóf rekstur í JL húsinu árið 2016. Fréttablaðið/GVA

Hótelkeðjan Meininger sem er í eigu indverska ferðaþjónusturisans Cox & Kings mun hefja hótelrekstur í JL húsinu þar sem Oddsson hótel var áður og verða alls 122 herbergi á hótelinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Cox & Kings. Segir í tilkynningunni að hönnun hótelsins verði innblásins af svæðinu í kring. Þá verði sérstakt leikjarými á neðstu hæðinni en húsnæðið telur 5.500 fermetra á fimm hæðum.

Meininger rekur 24 hótel í helstu stórborgum Evrópu. Það er sem áður segir í eigu Cox & Kings sem er skráð í kauphöllina í Mumbai. Heildarvirði Cox & Kings nemur á annað hundrað milljarða króna.

Sjá einnig: Skellt í lás hjá Oddsson og öllu starsfólki sagt upp

Oddsson hótel var opnað árið 2016 en Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson komu hótelinu á fót. Hótelinu var lokað í september og öllu starfsfólkinu sagt upp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing