Erlend fjárfesting í innviðum er af hinu góða. Það vantar aukinn slagskraft í erlenda fjárfestingu og í uppbyggingu innviða. Þetta sagði Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í sjónvarpþættinum Markaðurinn sem frumsýndur verður klukkan 19 á Hringbraut.

Á Íslandi eru fjármögnunaraðilar og fjárfestar fámennur hópur. Konráð bendir á að lífeyrissjóðir séu orðnir svo stórir að þeir muni vaxandi mæla fjárfesta erlendis. „Þeir eru að stækka hraðar en hagkerfið,“ sagði hann.

Konráð sagði að við þær aðstæður þurfi að koma gjaldeyrir til landsins sem erlendu fjárfestarnir geti keypt til að fjárfesta erlendis. Þess vegna þurfum við erlenda fjárfestingu leita muni í innviði og atvinnulífið.

Hann sagði að íslenskir lífeyrissjóðir hafi fjárfest í innviðum í gengum innviðasjóði á borð við þann sem franska eignastýringin Ardian stýri og hafi komist að samkomulagi um kaup á Mílu af Símanum.