Erla Björg Gunnars­dóttir hefur verið ráðin rit­­stjóri frétta­­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og tekur við starfinu af Þóri Guð­­munds­­syni sem gegnt hefur starfinu í fjögur ár. Erla hefur síðustu fimm ár starfað sem frétta­­maður Stöðvar 2 og frétta­­stjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Hún hefur einnig verið um­­­sjónar­­maður frétta­­skýringa­þáttarins Kompáss sem hlaut í fyrra verð­­laun fyrir við­­tal ársins. Þar á undan var Erla blaða­­maður á Vísi og Frétta­blaðinu.

Þórir Guð­munds­son var rit­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í fjögur ár.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Erla er með BA-próf í stjórn­mála­fræði og diplóma í blaða- og frétta­mennsku frá Há­skóla Ís­lands auk meistara­gráðu í menningar- og fagur­fræðum frá Há­skólanum í Ár­ósum.

„Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á frétta­stofunni næstu skref. Á frétta­stofunni ríkir ein­stök sam­heldni, vinnu­gleði og kraftur. Það er starfs­andi sem býður upp á enda­laus tæki­færi og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla í við­tali við Vísi.

Kol­beinn Tumi Daða­son, sem hefur verið frétta­stjóri Vísis síðustu sjö ár, verður frétta­stjóri allra miðla frétta­stofunnar. Hann hefur verið frétta­stjóri Vísis frá árinu 2014 en var árin tvö þar á undan í­þrótta­frétta­maður á Frétta­blaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Hann er með meistara­gráðu í blaða- og frétta­mennsku frá Há­skóla Ís­lands og með meistara­gráðu í burðar­þols­fræði frá Uni­versity of Was­hington í Banda­ríkjunum og kennslu­réttindi í fram­halds­skóla.

„Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til á­fram­haldandi sam­starfs okkar Erlu. Á frétta­stofunni vinnur harð­dug­legt, hug­mynda­ríkt og skemmti­legt fag­fólk með það að mark­miði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kol­beinn Tumi.