Entravision tilkynnti í dag að fyrirtækið hefji nú starfsemi á íslenskum markaði sem vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta, fyrirtækisins sem á Facebook, Instagram og Whatsapp. Entravision mun veita íslenskum auglýsendum stuðning, þjálfun, og greiðsluþjónustu fyrir auglýsingar Meta í gegnum íslenskan lögaðila, og bjóða þar á meðal upp á greiðslufrest.
„Við höfum unnið með Meta í langan tíma og erum spennt að hefja starfsemi með þeim á íslenskum markaði,” segir Juan Saldivar, Chief Digital, Strategy and Accountability Officer. „Nú þegar Ísland bætist í hópinn verðum við orðin fulltrúar Meta í 14 löndum. Þessi viðbót gerir okkur kleift að styðja enn frekar við vaxandi stafræna markaði um allan heim með sölu- og sérfræðiþekkingu okkar. Yfir 341 þúsund íbúa á Íslandi eru nettengdir og notkun á samfélagsmiðlum er mikil. Við hlökkum til þess að skapa fleiri tækifæri til að tengja við þá með nýtingu á sérfræðiþekkingu Meta.” segir Juan.
Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Entravision, mun leiða starfsemi Entravision hérlendis. Juan segir það vera mikil ánægja að fá Þórönnu til liðs við fyrirtækið til að leiða samstarf þeirra við Meta á Íslandi.
„Hún hefur yfir 20 ára reynslu af markaðsstarfi og er sérfræðingur á heimsklassa þegar kemur að stafrænu markaðsstarfi. Þekking hennar á markaðnum gerir okkur kleift að tryggja að stuðningur okkar sé sérsniðinn að íslenskum markaði,” segir Juan.
„Samstarfið við Meta sýnir greinilega hversu mikilvægt það er fyrir fyrirtækið að tengja auglýsendur og vörumerki við neytendur með strategískum stuðningi, sérfræðiþekkingu og þjálfun sem sniðin er að markaðnum,” segir Þóranna, Country Manager Entravision á Íslandi.
„Entravision hefur gríðarlega reynslu í að tengja alþjóðlega og þekkta fjölmiðla og samfélagsmiðla við viðskiptavini um allan heim. Það verður spennandi að vinna með íslenskum auglýsingastofum og fyrirtækjum að því að auka árangur þeirra með áhrifaríkri nýtingu á lausnum Meta.”
Með tilnefningu Entravision sem vottaðs sölu- og þjónustuaðila fyrir Meta á Íslandi er fyrirtækið nú fulltrúi fyrir Meta á 14 stöðum víðs vegar um heiminn. Sérfræðiþekking fyrirtækisins mun ekki eingöngu gera auglýsendum og auglýsingastofum kleift að fá sem mest út úr lausnum Meta til að auka sölu heldur einnig að fá sem mestan árangur úr öllu því sem Meta hefur upp á að bjóða.
„Samstarf okkar við söluaðila hefur verið hannað til þess að veita aðgang að þekkingu og reynslu Meta fyrir auglýsendur í löndum þar sem við erum ekki sjálf með skrifstofur,” segir Martin Ingemansson, Vice President fyrir Meta á Norðurlöndunum.
„Við erum mjög ánægð að Entravision sé nú orðinn vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta á Íslandi. Entravision hefur sterka innsýn og sérfræðiþekkingu á markaðnum og við teljum að munum geta stutt betur við íslensk fyrirtæki og auglýsingastofur með þessum hætti, og þannig hjálpað þeim að ná sem mestu virði út úr fjárfestingum sínum í stafrænum auglýsingum og skapað þannig sem mest tækifæri til vaxtar.”