Entra­vision til­kynnti í dag að fyrir­tækið hefji nú starf­semi á ís­lenskum markaði sem vottaður sölu- og þjónustu­aðili fyrir Meta, fyrir­tækisins sem á Face­book, Insta­gram og What­sapp. Entra­vision mun veita ís­lenskum aug­lýs­endum stuðning, þjálfun, og greiðslu­þjónustu fyrir aug­lýsingar Meta í gegnum ís­lenskan lög­aðila, og bjóða þar á meðal upp á greiðslu­frest.

„Við höfum unnið með Meta í langan tíma og erum spennt að hefja starf­semi með þeim á ís­lenskum markaði,” segir Juan Saldivar, Chief Digi­tal, Stra­tegy and Accounta­bility Officer. „Nú þegar Ís­land bætist í hópinn verðum við orðin full­trúar Meta í 14 löndum. Þessi við­bót gerir okkur kleift að styðja enn frekar við vaxandi staf­ræna markaði um allan heim með sölu- og sér­fræði­þekkingu okkar. Yfir 341 þúsund íbúa á Ís­landi eru net­tengdir og notkun á sam­fé­lags­miðlum er mikil. Við hlökkum til þess að skapa fleiri tæki­færi til að tengja við þá með nýtingu á sér­fræði­þekkingu Meta.” segir Juan.

Þóranna K. Jóns­dóttir, ráð­gjafi hjá Entra­vision, mun leiða starf­semi Entra­vision hér­lendis. Juan segir það vera mikil á­nægja að fá Þór­önnu til liðs við fyrir­tækið til að leiða sam­starf þeirra við Meta á Ís­landi.

„Hún hefur yfir 20 ára reynslu af markaðs­starfi og er sér­fræðingur á heimsklassa þegar kemur að staf­rænu markaðs­starfi. Þekking hennar á markaðnum gerir okkur kleift að tryggja að stuðningur okkar sé sér­sniðinn að ís­lenskum markaði,” segir Juan.

„Sam­starfið við Meta sýnir greini­lega hversu mikil­vægt það er fyrir fyrir­tækið að tengja aug­lýs­endur og vöru­merki við neyt­endur með strategískum stuðningi, sér­fræði­þekkingu og þjálfun sem sniðin er að markaðnum,” segir Þóranna, Coun­try Mana­ger Entra­vision á Ís­landi.

„Entra­vision hefur gríðar­lega reynslu í að tengja al­þjóð­lega og þekkta fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla við við­skipta­vini um allan heim. Það verður spennandi að vinna með ís­lenskum aug­lýsinga­stofum og fyrir­tækjum að því að auka árangur þeirra með á­hrifa­ríkri nýtingu á lausnum Meta.”

Með til­nefningu Entra­vision sem vottaðs sölu- og þjónustu­aðila fyrir Meta á Ís­landi er fyrir­tækið nú full­trúi fyrir Meta á 14 stöðum víðs vegar um heiminn. Sér­fræði­þekking fyrir­tækisins mun ekki ein­göngu gera aug­lýs­endum og aug­lýsinga­stofum kleift að fá sem mest út úr lausnum Meta til að auka sölu heldur einnig að fá sem mestan árangur úr öllu því sem Meta hefur upp á að bjóða.

„Sam­starf okkar við sölu­aðila hefur verið hannað til þess að veita að­gang að þekkingu og reynslu Meta fyrir aug­lýs­endur í löndum þar sem við erum ekki sjálf með skrif­stofur,” segir Martin Inge­mans­son, Vice Presi­dent fyrir Meta á Norður­löndunum.

„Við erum mjög á­nægð að Entra­vision sé nú orðinn vottaður sölu- og þjónustu­aðili fyrir Meta á Ís­landi. Entra­vision hefur sterka inn­sýn og sér­fræði­þekkingu á markaðnum og við teljum að munum geta stutt betur við ís­lensk fyrir­tæki og aug­lýsinga­stofur með þessum hætti, og þannig hjálpað þeim að ná sem mestu virði út úr fjár­festingum sínum í staf­rænum aug­lýsingum og skapað þannig sem mest tæki­færi til vaxtar.”