Innlent

Enn óvissa um framhald á flugi til Miami

WOW air fór síðustu ferð sína til Miami nú fyrir helgi.

Flugfélagið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort flugi til Miami verði framhaldið. Fréttablaðið/Vilhelm

Enn er ekki vitað hvort áætlunarflugi WOW air til Miami á Flórída verði framhaldið. Flugfélagið fór jómfrúarferð sína fyrir ári en ákvað hálfu ári síðar, eða í september síðastliðnum, að gera hlé á ferðum sínum til borgarinnar þar til nú í sumar.

Túristi.is greinir frá og hefur eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, að ekki sé komið á hreint hvert framhaldið verði. Síðasta ferð WOW til Miami var farin fyrir helgi og er því ekkert hérlent flugfélag sem flýgur til borgarinnar.

Túristi segir einnig frá því að flugvöllurinn í Miami geti gert tilkall til þess að komast lista yfir verstu flughafnir í heimi í nýjasta tölublaði Economist. Þar taki álíka tíma að komast í gegnum raðirnar við vegabréfaeftirlitið og það tók Leif Eiríksson að sigla yfir Atlantshafið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Efnahagsmál

0,26% verð­hjöðnun án hús­næðis

Innlent

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Flugfélög

Launakostnaður setur mark sitt á afkomu Ryanair

Auglýsing

Nýjast

Fyrsti bjórinn sem er bruggaður úr kannabis

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Auglýsing