Innlent

Enn óvissa um framhald á flugi til Miami

WOW air fór síðustu ferð sína til Miami nú fyrir helgi.

Flugfélagið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort flugi til Miami verði framhaldið. Fréttablaðið/Vilhelm

Enn er ekki vitað hvort áætlunarflugi WOW air til Miami á Flórída verði framhaldið. Flugfélagið fór jómfrúarferð sína fyrir ári en ákvað hálfu ári síðar, eða í september síðastliðnum, að gera hlé á ferðum sínum til borgarinnar þar til nú í sumar.

Túristi.is greinir frá og hefur eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, að ekki sé komið á hreint hvert framhaldið verði. Síðasta ferð WOW til Miami var farin fyrir helgi og er því ekkert hérlent flugfélag sem flýgur til borgarinnar.

Túristi segir einnig frá því að flugvöllurinn í Miami geti gert tilkall til þess að komast lista yfir verstu flughafnir í heimi í nýjasta tölublaði Economist. Þar taki álíka tíma að komast í gegnum raðirnar við vegabréfaeftirlitið og það tók Leif Eiríksson að sigla yfir Atlantshafið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing