Innlent

Enn óvissa um framhald á flugi til Miami

WOW air fór síðustu ferð sína til Miami nú fyrir helgi.

Flugfélagið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort flugi til Miami verði framhaldið. Fréttablaðið/Vilhelm

Enn er ekki vitað hvort áætlunarflugi WOW air til Miami á Flórída verði framhaldið. Flugfélagið fór jómfrúarferð sína fyrir ári en ákvað hálfu ári síðar, eða í september síðastliðnum, að gera hlé á ferðum sínum til borgarinnar þar til nú í sumar.

Túristi.is greinir frá og hefur eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, að ekki sé komið á hreint hvert framhaldið verði. Síðasta ferð WOW til Miami var farin fyrir helgi og er því ekkert hérlent flugfélag sem flýgur til borgarinnar.

Túristi segir einnig frá því að flugvöllurinn í Miami geti gert tilkall til þess að komast lista yfir verstu flughafnir í heimi í nýjasta tölublaði Economist. Þar taki álíka tíma að komast í gegnum raðirnar við vegabréfaeftirlitið og það tók Leif Eiríksson að sigla yfir Atlantshafið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

IFS spáir tekjuvexti hjá Símanum

Innlent

Ný byggð rís yst á Kársnesi

Fjarskipti

Sím­­inn fagn­­ar nið­ur­stöð­u Hæst­a­rétt­ar í máli gegn Sýn

Auglýsing

Nýjast

Að geta talað allan daginn hentar vel

Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

Skotsilfur: Engin hagræðing

Einn kröfu­hafanna reyndist norður­kóreskur

Gengisstyrking og hækkanir í Kauphöllinni

48 fyrir­tæki og stofnanir í Fjár­tæknikla­sanum

Auglýsing