Innlent

„Engum greiði gerður að fara inn í eitt­hvert vit­leysis­á­stand“

Knútur Rafn Ármann er atvinnurekandi í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Stefán

Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubóndi í Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að honum lítist ekki á stöðuna í kjaramálum.

„Að menn séu komnir með hnefann á loft í aðgerðir og skæruverkföll, við eigum að vera komin lengra en þetta. Þá er ég ekki endilega að segja hverjum það er að kenna. Mér finnst mjög grætilegt að sjá að verið sé að ráðist á eina atvinnugrein og tiltekin fyrirtæki innan þeirrar atvinnugreinar. Það er hægt að skemma og eyðileggja svo mikið,“ segir Knútur í viðtalinu.

Þá sárnar honum hvernig atvinnurekendum sé stillt upp sem andstæðingum launþega.

„Við höfum sömu hagsmuni að reyna að hafa reksturinn sem bestan. Ég er alveg sammála að við þurfum að ná upp lægstu launum. En við þurfum að gera það af ákveðinni fagmennsku og skynsemi þannig að kaupmátturinn skili sér því að er engum greiði gerður, hvorki starfsfólki né fyrirtækjum, að fara inn í eitthvert vitleysisástand þar sem launahækkunum verður velt út í verðlag með tilheyrandi verðbólgu,“ segir hann.

Knútur og eiginkona hans reka fimm þúsund fermetra garðyrkjustöð sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Starfsmennirnir verða hátt í 60 talsins í sumar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bætti við sig í Marel fyrir 550 milljónir

Innlent

Gert að greiða slita­búi Lands­bankans 30 milljónir evra

Innlent

Tanya Zharov kemur ný inn í stjórn Sýnar

Auglýsing

Nýjast

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Fjárfestar setja skilyrði um #MeToo ákvæði

4,4 milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

„Berja bumbur með slagorðum úr kommúnískri fortíð“

Segir skilninginn ríkari hjá norskum stjórn­mála­mönnum

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Auglýsing