Viðskipti

Enginn fundur flugforstjóra

Rekstur íslensku flugfélaganna hefur verið erfiður undanfarið. Fréttablaðið/Valli

Erfið staða íslensku flugfélaganna WOW air og Icelandair hefur valdið áhyggjum á undanförnum vikum eftir að Icelandair birti hálfsársuppgjör sitt á dögunum sem sýndi 6,3 milljarða króna tap og WOW greindi frá 2,3 milljarða króna tapi síðasta árs fyrr í sumar.

Það dylst því engum að brekka er í rekstrinum og ýmissa leiða leitað til að rétta af íslensku flugrisana.

Orðrómur hefur verið um að forstjórarnir Skúli Mogensen hjá WOW Air og Björgólfur Jóhannsson hjá Icelandair hafi sest niður á fundi til að ræða málin fyrir verslunarmannahelgi. Í ljósi aðstæðna á markaði hefur hinn meinti fundur því vakið forvitni.

Hvorugur forstjóranna vildi þó kannast við slíkan fund í samtali við Fréttablaðið og vísuðu þeir öllum orðrómi um annað til föðurhúsanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Kaupin minnka hættuna á stóráföllum

Viðskipti

Síminn braut gegn lögum

Viðskipti

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Auglýsing

Nýjast

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Auglýsing