Viðskipti

Enginn fundur flugforstjóra

Rekstur íslensku flugfélaganna hefur verið erfiður undanfarið. Fréttablaðið/Valli

Erfið staða íslensku flugfélaganna WOW air og Icelandair hefur valdið áhyggjum á undanförnum vikum eftir að Icelandair birti hálfsársuppgjör sitt á dögunum sem sýndi 6,3 milljarða króna tap og WOW greindi frá 2,3 milljarða króna tapi síðasta árs fyrr í sumar.

Það dylst því engum að brekka er í rekstrinum og ýmissa leiða leitað til að rétta af íslensku flugrisana.

Orðrómur hefur verið um að forstjórarnir Skúli Mogensen hjá WOW Air og Björgólfur Jóhannsson hjá Icelandair hafi sest niður á fundi til að ræða málin fyrir verslunarmannahelgi. Í ljósi aðstæðna á markaði hefur hinn meinti fundur því vakið forvitni.

Hvorugur forstjóranna vildi þó kannast við slíkan fund í samtali við Fréttablaðið og vísuðu þeir öllum orðrómi um annað til föðurhúsanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Viðskipti

Creditinfo með 2,3 milljarða samning í Óman

Viðskipti

Aldrei fleiri tegundir en jóla­bjór­sala dróst saman

Auglýsing

Nýjast

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Auglýsing