Engar loðnuveiðar verða leyfðar á yfirstandandi fiskveiðiári, þriðju vertíðina í röð, samkvæmt því sem kemur fram í ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Bergmálsmælingar á loðnustofninum fóru fram á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni í tæpan mánuð í leiðangri sem lauk 5.október síðastliðinn. Heildarmagn loðnu mældist um milljón tonn, en þar af var talsvert af ungloðnu sem myndir veiðistofn vertíðarinnar 2021 til 2022. Alls mældust 734 þúsund tonn af téðri ungloðnu, en samkvæmt gildandi aflareglu þarf að skilja eftir um 150 þúsund tonn af ungloðnu eftir í hafinu til hrygningar í mars 2021.

"Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021 þar sem framreikningar á stærð hrygningarstofnsins við hrygningu ná ekki þessum mörkum," segir í umfjöllun Hafrannsóknarstofnunar.