Haraldur Guðni Eiðs­son, upp­lýsinga­full­trúi Arion banka, vill lítið tjá sig um fréttir gær­kvöldsins um fyrir­hugaðar hóp­upp­sagnir hjá bankanum, að öðru leyti en því að fréttirnar séu rangar. Engar hóp­upp­sagnir séu fyrir­hugaðar í dag. Titrings gætir meðal starfs­manna.

„Þessi frétt Mann­lífs er röng,“ segir Haraldur, að­spurður um frétt fjöl­miðilsins frá því í gær, þar sem sagði að til stæði að segja upp átta­tíu starfs­mönnum bankans í dag, mánudag. „Það sem ég get sagt, er að það er stefnu­mótunar­vinna í gangi og ekki tíma­bært að ræða niður­stöðu hennar,“ bætir hann við.

Starfs­fólk sem Frétta­blaðið hefur rætt við í morgun segist afar á­hyggju­fullt yfir fram­haldinu. Upp­sagnir hafi þó verið við­búnar enda hafi Bene­dikt Gísla­son, ný­ráðinn banka­stjóri, lýst því yfir að farið verði í hag­ræðingar­að­gerðir á næstu mánuðum.

„Á ákveðnum krossgötum“

„Við munum halda á­fram að starf­rækja úti­bú á meðan við­skipta­vinirnir vilja koma þangað en þróunin er sú að færri og færri heim­sækja þau. Það gefur okkur tæki­færi til að hag­ræða í rekstrinum enda þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Ef efna­hags­reikningurinn dregst saman þá minnka um­svifin að sama skapi,“ sagði Bene­dikt í sam­tali við Markaðinn þann 11. septem­ber síðast­liðinn.

„Ég held að við séum á á­kveðnum kross­götum núna. Við verðum að nálgast verk­efnið út frá þeirri for­sendu að bankarnir muni búa við háar eigin­fjár­kröfur, skatt­lagningin verði í­þyngjandi og að á­fram verði miklar á­skoranir í rekstrar- og sam­keppnis­um­hverfinu. Það er stefnu­mótunar­vinna í gangi innan bankans og ég held að við munum sjá við­skipta­módel sem byggir meira á milli­liða­hlut­verki þar sem efna­hags­reikningurinn er notaður með sér­tækari hætti og á því að veita þjónustu sem felur ekki í sér mikla eigin­fjár­bindingu. Ég verð að segja að það að stýra fyrir­tæki sem er skráð á markað, og þurfa að standa frammi fyrir hlut­höfum árs­fjórðungs­lega og fara yfir reksturinn, veitir okkur mikið að­hald,“ sagði hann enn fremur.