Endurnýjanlegir orkugjafar stóðu að baki 38 prósent rafmagnsframleiðslu innan Evrópusambandsins á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem aðilarlönd ESB framleiða hærra hlutfall rafmagns með endurnýjalegri orku en kolum og gasi, en þetta kom fram í rannsókn hugveitnanna Ember og Agora Energiewende.

Notkun kola og gass til raforkuframleiðslu var hins vegar skammt undan og stóð að baki 37 prósentum, en kjarnorkuver stóðu að baki síðastu 25 prósentum raforkuframleiðslu.Framleiðsla með vindorku var um 14 prósent af heildarframleiðslu og sólarorka skilaði 5 prósentum.

Vatnsafl og bruni á lífmassa skilaði 19 prósentum af raforku ESB, en vöxtur í raforkuframleiðslu með vatnsafli og lífmassa hefur verið óverulegur á síðustu árum.

Þetta þýðir að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa innan ESB er um 20 prósent af heildarorkunotkun, en núverandi markmið er að endurnýjanlegir orkugjafir standi að baki tæplega þriðjungi orkunotkunar fyrir árið 2030.

Framkvæmdastjórn ESB hefur hins vegar sagt að það hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í heildarorkunotkun þurfi að hækka í allt að 40 prósent svo að opinber markmið í loftslagsmálum náist.

Á árinu 2020 bættist um 51 teravattstund af vind- og sólarorku inn í orkukerfi ESB. Talið er að um 100 teravattstundir þurfi að bætast við á hverju ári svo loftslagsmarkmiðum verði náð. Til samanburðar er árleg raforkuframleiðsla á Íslandi um 20 teravattstundir. -thg