Byrjað verður á næstu dögum að greiða samþykktar kröfur eftir rekstrarstöðvun Gaman ferða en þetta kemur fram í fréttatilkynningu Ferðamálastofu um málið. Tryggingafé Gaman ferða dugði fyrir samþykktum kröfum en heildarupphæð samþykktra krafna var tæplega 190 milljónir króna.
Greint var frá því í apríl að ferðaskrifstofan Gamanferðir höfðu skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og hætt starfsemi eftir fall WOW Air sem átti 49 prósenta hlut í fyrirtækinu. Vinna Ferðamálastofu í kjölfar þess miðaði að því að gera fólki kleift að nýta eins og hægt var þá þjónustu sem það hafði bókað og greitt fyrir.
Enginn skerðing á greiðslum
Alls bárust Ferðamálastofu 1.044 kröfur en rekstrarstöðvunin ferðaskrifstofunnar hafði áhrif á yfir þrjú þúsund manns. Heildarfjárhæð allra krafna voru 203 milljónir en af þeim kröfum sem bárust voru 980 samþykktar, 44 voru dregnar til baka og 20 var hafnað.
Þar sem tryggingafé ferðaskrifstofunnar dugði fyrir samþykktum kröfum þurfti ekki að skerða greiðslur til þeirra sem áttu réttmæta kröfu. Allir sem sendu inn kröfu eiga nú að hafa fengið tilkynningu um niðurstöðuna.