Byrjað verður á næstu dögum að greiða sam­þykktar kröfur eftir rekstrar­stöðvun Gaman ferða en þetta kemur fram í frétta­til­kynningu Ferða­mála­stofu um málið. Trygginga­fé Gaman ferða dugði fyrir sam­þykktum kröfum en heildar­upp­hæð sam­þykktra krafna var tæp­lega 190 milljónir króna.

Greint var frá því í apríl að ferða­skrif­stofan Gaman­ferðir höfðu skilað inn ferða­skrif­stofu­leyfi sínu og hætt starf­semi eftir fall WOW Air sem átti 49 prósenta hlut í fyrir­tækinu. Vinna Ferða­mála­stofu í kjöl­far þess miðaði að því að gera fólki kleift að nýta eins og hægt var þá þjónustu sem það hafði bókað og greitt fyrir.

Enginn skerðing á greiðslum

Alls bárust Ferða­mála­stofu 1.044 kröfur en rekstrar­stöðvunin ferða­skrif­stofunnar hafði á­hrif á yfir þrjú þúsund manns. Heildar­fjár­hæð allra krafna voru 203 milljónir en af þeim kröfum sem bárust voru 980 sam­þykktar, 44 voru dregnar til baka og 20 var hafnað.

Þar sem trygginga­fé ferða­skrif­stofunnar dugði fyrir sam­þykktum kröfum þurfti ekki að skerða greiðslur til þeirra sem áttu rétt­mæta kröfu. Allir sem sendu inn kröfu eiga nú að hafa fengið til­kynningu um niður­stöðuna.