Dómsmál

Emmessís vann Toppís-málið fyrir dómi

Héraðsdómur sýknaði Emmessís af kröfum Kjöríss vegna máls sem sneri að notkun orðsins „toppís“ sem vörumerki.

Verksmiðja Kjöríss í Hveragerði. Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Emmessís hafði betur gegn Kjörís þegar ísgerðirnar tvær tókust á um skráningu á vörumerkinu „Toppís“ fyrir héraðsdómi. Emmessís var sýknað af öllum kröfum Kjöríss og féllst dómurinn jafnframt á kröfu í gagnstefnu Emmessís um ógildingu vörumerkisins.

Kjörís selur vöru undir merkinu Lúxus toppís og hafði skráð vörumerkið hjá Einkaleyfastofunni árið 1996. Í nóvember 2016 hóf Emmessís sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís en undir lok mánaðar lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann á framleiðsluna að kröfu Kjöríss.

Kjörís stendi Emmessís vorið 2017 og vildi þar með staðfesta lögbann sýslumanns. Þá krafðist Kjörís að viðurkennt yrði með dómi að Emmessís væri óheimilt að nota vörumerkið „Toppís“ og að Emmessís yrði gert að farga öllum vörum og auglýsingaefni sínu sem báru vörumerkið.

Forsvarsmenn Emmessís lögðu fram gagnstefnu og fóru fram á að vörumerkjaskráningin yrði gerð ógild. Emmessís benti á að skráning félli úr gildi væri vörumerki ekki notað í fimm ár. Kjörís hefði ekki verið að selja undir vörumerkinu „Toppís“ heldur „Lúxus toppís“. Orðið „toppís“ væri þar eingöngu lýsandi en ekki vörumerki. Þá lagði Emmessís fram niðurstöður viðhorfskönnunar Gallup sem sýndu að meirihluti aðspurðra tengdi orðið „toppís“ við Emmessís frekar en Kjörís.

Að mati héraðsdóms fullnægir orðið „toppís“ ekki þeim kröfum sem gerðar eru til aðgreiningarhæfis vörumerkis samkvæmt vörumerkjalögum. Jafnframt taldi héraðsdómur að Kjörís hefði ekki skapað sér vörumerkjarétt með notkun á orðinu á umbúðum vörunnar „Lúxus toppís“. 

Var Emmessís því sýknað af öllum kröfum Kjöríss, skráning vörumerkisins „toppís“ gerð ógilt og Kjörís gert að greiða Emmessís 1,8 milljónir í málskostnað.
 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Atvinnulíf

Stöðugur hagnaður Kjöríss snýst í tap

Dómsmál

Már upptekinn í útlöndum

Dómsmál

Hluthafar bíða nið­ur­stöð­u í bót­a­kröf­u­mál­um gegn Björg­ólf­i

Auglýsing

Nýjast

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Auglýsing