Elon Musk, for­stjóri Teslu, hefur sett samning sinn um kaup á Twitter á ís á meðan hann bíður upp­lýsinga um fals­að­ganga, að hans sögn. Musk greindi frá þessu á Twitter.

Twitter greindi frá því ný­lega að minna en fimm prósent af að­göngum miðilins séu fals­að­gangar eða spamm. Musk segir samninginn við fyrir­tækið vera á ís á meðan hann sækist eftir gögnum sem styðja við þá full­yrðingu.

Musk hefur áður gefið það út að á­herslur hans með kaupum á Twitter væru að upp­ræta fals- og spamm­að­ganga á miðlinum. Hann hefur sjálfur orðið fyrir barðinu af slíkum að­göngum og sumir að­gangar þykjast vera Musk til að reyna að fá raf­mynt úr fólki.