Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, hefur fest kaup á 9,2 prósenta hlut í sam­fé­lags­miðlarisanum Twitter.

Virði hlutarins er 2,9 milljarðar Banda­ríkja­dala, rúmir 370 milljarðar króna, miðað við gengi hluta­bréfa í Twitter við lok við­skipta á föstu­dag.

Með kaupunum er Musk orðinn stærsti ein­staki hlut­hafi Twitter og er hlutur hans fjórum sinnum meiri en hlutur Jack Dors­ey, stofnanda Twitter.

Musk hefur í gegnum tíðina verið mjög virkur á Twitter og eru fylgj­endur hans þar rúm­lega 80 milljónir. Hann hefur áður gefið í skyn að hann hafi á­huga á að stofna nýjan sam­fé­lags­miðil, en ó­víst er með þær fyrir­ætlanir eftir kaupin.