Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla, hefur tekið fram úr Jeff Bezos sem ríkasti maður heims.

Musk tók fram úr Bill Gates í nóvember síðastliðnum sem næstríkasti maður heims en bréf í Teslu hafa rokið upp í verði síðustu mánuði og eignir Musks samhliða. Musk var 35. ríkasti maður heims í ársbyrjun 2020.

Samkvæmt Foxbusiness er auður Musks nú metinn á 184 milljarða Bandaríkjadala. Bréf í Teslu fór upp um 4,7% í dag og stendur gengi bréfanna í 791 dölum. Samhliða því lækkaði virði á bréfum í Amazon um 1,7%.

Eftir fjölmiðlar tilkynntu um breytinguna svaraði Musk því sjálfur á Twitter að þetta væri skrýtið og bætti svo við að hann ætlaði að fara halda áfram að vinna.

Þá vísaði hann einnig í eldra tíst frá október árið 2018 þar sem hann segist ætla nýta helming af auðnum sínum í að leysa vandamál á jörðinni og eyða hinum helmingnum í að byggja sjálfbæra borga á plánetunni Mars.