Fyrir fimm dögum hvatti Elon Musk, nýkrýndur ríkasti maður heims, netverja til þess að nota forritið Signal í samskiptum. Áður hafði Musk farið hörðum orðum um netöryggismál í nýrri uppfærslu sem Facebook hafði kynnt á Whatsapp-samskiptaforritinu.
Use Signal
— Elon Musk (@elonmusk) January 7, 2021
Orð Musk vega þungt og skömu síðar bárust fréttir að því Signal hefði ekki undan að skrá nýja notendur sem vildu prófa samnefnt forrit fyrirtækisins.
Samskiptaforritið Signal er gefið útaf Signal Foundation sem er óhagnaðardrifið félagið sem miðar að því að stuðla að tjáningafrelsi og stuðla að öruggum samskiptum um alla heimsbyggðina.
Verification codes are currently delayed across several providers because so many new people are trying to join Signal right now (we can barely register our excitement). We are working with carriers to resolve this as quickly as possible. Hang in there.
— Signal (@signalapp) January 7, 2021
Til er hinsvegar annað fyrirtæki sem heitir líftæknifyrirtæki sem heitir Signal Advance Inc. Þar á bæ vissu menn varla í hvorn fótinn þeir áttu að stíga þegar gengi á hlutabréfum fyrirtækisins margfaldaðist á nokkrum dögum. Cnet.com greinir frá.
Í byrjun desember var hver hlutur í fyrirtækinu verðlagaður á tæpa 0,4 dollara en skömmu eftir tíst Musk fór hlutabréfaverðið upp í tæpa 40 dollara á hlut.