Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno er enn með stöðu stjórnenda á Twitter og var ekki sagt upp í hópuppsögn sem milljarðarmæringurinn Elon Musk stóð fyrir á föstudag.

Haraldur greinir sjálfur frá þessu á Twitter. „Mikið af fólki er að spyrja: Ég var ekki rekinn á föstudag,“ skrifar Haraldur í færslu á samfélagsmiðlinum. Twitter keypti fyrirtækið af Haraldi íjanúar í fyrra.

Haraldur segist ekki hafa miklu við þetta að bæta utan þess að hann ráðleggur vinnuveitendum að ráða sitt gamla teymi til starfa.

Elon Musk sagði upp 3700 manns síðastliðinn föstudag. Í gær greindu erlendir miðlar svo frá því að tugir starfsmanna hefðu verið beðnir um að koma aftur til vinnu eftir að þeim var sagt upp fyrir mistök.