Elon Musk, fram­kvæmda­stjóri Tesla og nýjasti eig­andi Twitter, er ekki lengur ríkasti maður heims sam­kvæmt skráningu For­bes. Eftir tölu­verða lækkun á hluta­bréfum Tesla hefur hinn franski fram­kvæmda­stjóri LVMH, Bernard Arnault, tekið við sem ríkasti maður í heimi.

Musk hafði við­haldið þeim titli alveg frá því í septem­ber í fyrra en þar á undan var Jeff Bezos, stofnandi Amazon, fjáðastur meðal manna. Bezos situr nú í fjórða sæti með 116,4 milljarða Banda­ríkja­dala.

Auður Musk er að mestu leyti bundinn við hluta­bréf Tesla en þau féllu um 6,3 prósent á mánu­daginn og hefur verð­mat þeirra lækkað um meira en helming á þessu ári, að hluta til vegna yfir­töku Musk á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. Í saman­burði hafa hluta­bréf LVMH að­eins lækkað um 1,5 prósent það sem af er þessu ári.

Sam­kvæmt gögnum frá Fact­Set á Elon Musk 14,11 prósent af hluta­bréfum Tesla og um 40 prósent af öllum hluta­bréfum SpaceX sem hefur bætt veru­lega við auð hans. Í byrjun árs var auður Musk metinn á 304,2 milljarða Banda­ríkja­dala en er nú metinn á 178,6 milljarða. Það þýðir að Elon Musk hefur tapað meiri peningum á þessu ári en sem nemur öllum auði Jeff Bezos saman­lagt.

Bernard Arnault er þekktastur fyrir að hafa byggt upp stærstu lúxus­sam­steypu heims sem heldur utan um vöru­merki á borð við Louis Vuitt­on, Tiffany, Tag Heu­er og Celine. Arnault á um 60 prósenta hluta í LVMH og sam­kvæmt For­bes er auður hans metinn á 187,1 milljarð Banda­ríkja­dala.