Elmar Eð­valds­son hefur gengið til liðs við Ísa­fold Capi­tal Partners hf. og mun hefja störf með haustinu. Ísa­fold Capi­tal Partners er sjálf­stætt starfandi sjóða­stýringar­fyrir­tæki sem stofnað var árið 2009 og sér­hæfir fé­lagið sig í rekstri sjóða með á­herslu á fjár­festingar í lánum og lána­tengdum af­urðum.

Undan­farin sjö ár hefur Elmar gegnt stöðu sjóð­stjóra í eigna­stýringu Líf­eyris­sjóðs starfs­manna ríkisins (LSR). Þar bar hann á­byrgð á fjár­festingum í skulda­bréfum á­samt sér­hæfðum fjár­festingum líf­eyris­sjóðsins. Þá hefur hann starfað sem for­stöðu­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar H.F. Verð­bréfa og í fyrir­tækja­ráð­gjöf Saga fjár­festingar­banka á Akur­eyri.

Í til­kynningu frá Ísa­fold Capi­tal Partners kemur fram að Elmar sé með BSc gráðu í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Ís­lands og hefur lokið prófi í verð­bréfa­við­skiptum.

„Ég hlakka til að takast á við ný og spennandi verk­efni hjá Ísa­fold Capi­tal Partners og leggja mitt af mörkum við á­fram­haldandi upp­byggingu fé­lagsins. Rekstur sjóða fé­lagsins hefur gengið vel á undan­förnum árum og á­vöxtun verið mjög góð,“ segir Elmar í til­kynningunni.

„Það er afar á­nægju­legt að fá Elmar til liðs við okkur. Undan­farin ár hefur hann verið hluti af afar öflugu fjár­festinga­t­eymi LSR. Við horfum með mikilli bjart­sýni til þess að halda veg­ferð okkar á­fram með Elmar innan­borðs. Rekstur sjóða Ísa­fold Capi­tal Partners hefur gengið vonum framar og fjár­festar í sjóðum fé­lagsins hafa notið góðrar á­vöxtunar. Sem stendur erum við komnir langt með að safna fjár­magni í nýjan sjóð sem hefur hlotið nafnið MF3. Sjóðurinn mun líkt og for­veranir MF1 og MF2, taka þátt í fjár­festinga­verk­efnum ís­lenskra fyrir­tækja og fjár­festa,“ segir Gísli Valur Guð­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Ísa­fold Capi­tal Partners.

Sem fyrr segir sér­hæfir Ísa­forld Capi­tal Partners sig í rekstri sjóða með á­herslu á fjár­festingar í lánum og lána­tengdum af­urðum. Sjóðir fé­lagsins taka meðal annars þátt í milli­lags­fjár­mögnun við skuld­settar yfir­tökur á fyrir­tækjum. Jafn­framt koma sjóðir fé­lagsins að fjár­mögnun verk­efna með hluta­fjár­fram­lögum eða lánum. Fé­lagið er í fullri eigu starfs­manna.