Elísa­bet Aust­mann hefur verið ráðin for­stöðu­maður ný­sköpunar- og markaðs­mála hjá Högum hf. Til við­bótar við störf tengdum ný­sköpunar- og markaðs­málum mun Elísa­bet einnig bera á­byrgð á vöru­merkja- og sam­skipta­málum Haga á breiðum grunni.

Elísa­bet kemur til Haga frá BIOEF­FECT þar sem hún starfaði sem fram­kvæmda­stjóri markaðs­sviðs og leiddi meðal annars markaðs- og vöru­merkja­upp­byggingu á húð­vöru­línu BIOEF­FECT á inn­lendum og er­lendum mörkuðum.

Elísa­bet hefur ára­tuga reynslu af markaðs­málum og vöru­merkja­stýringu, meðal annars við markaðs­setningu ís­lenskra vara og þjónustu á inn­lendum og er­lendum mörkuðum. Áður starfaði Elísa­bet fyrir Marel á Ís­landi og í Dan­mörku þar sem hún meðal annars vann að endur­mörkun, sem og upp­byggingu og inn­leiðingu á sýningar- og þjálfunar­hús­næði fyrir­tækisins. Þar áður starfaði Elísa­bet hjá Glitni og Öl­gerðinni.

Elísa­bet, sem er al­þjóða­markaðs­fræðingur með MBA frá Há­skólanum í Reykja­vík, mun hefja störf fyrir Haga í apríl næst­komandi.

“Það er fengur af því að fá Elísa­betu til liðs við okkur hjá Högum. Víð­tæk reynsla hennar á sviði vöru­merkja-, markaðs- og kynningar­mála mun nýtast okkur til að efla sam­tal við við­skipta­vini og aðra hag­aðila og stuðla að því að þjónustu­fram­boð fé­laga sam­stæðunnar upp­fylli þarfir neyt­enda á hverjum tíma sem best. Við bjóðum hana sér­stak­lega vel­komna í teymið,” segir Finnur Odds­son, for­stjóri Haga.