Elínborg Kvaran hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka. Elínborg kemur frá Landsbankanum þar sem hún hefur starfað frá árinu 2006, þar af sem forstöðumaður markaðsmála og samskipta frá árinu 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Áður gegndi Elínborg starfi markaðsstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar og starfaði í markaðsdeild Toyota á Íslandi.

Elínborg hefur setið í fjölmörgum stjórnum, m.a. Inspired by Iceland, Ímark - félag markaðsfólks á Íslandi og Menningarnætur Reykjavíkur. Elínborg er viðskiptafræðingur að mennt.