Elín Hirst hefur verið ráðin rit­stjóri Frétta­vaktarinnar hjá Torgi ehf. Frétta­vaktin sendir út sjón­varps­fréttir alla virka daga í opinni dag­skrá frá klukkan 18:30-19:00 á Hring­braut og á vefnum fretta­bladid.is.

„Ég er búin að starfa hér á Torgi, frá því síðasta haust og hef fengið að kynnast öllum inn­viðum hér, Frétta­blaðinu, vefnum okkar fretta­bladid.is og Frétta­vaktinni á Hring­braut.

Það er af­skap­lega spennandi verk­efni að sjá þessa miðla vinna saman og styðja hvern annan til að auka þjónustuna við okkar við­skipta­vini, enda er það fram­tíðin í fjöl­miðlun. Sam­starf mitt og Sig­mundar Ernis Rúnars­sonar aðal­rit­stjóra hefur líka verið frá­bært eins og öll okkar ár saman og mér finnst afar gott að vinna undir hans stjórn.

Við finnum fyrir því að margir fylgjast með Frétta­vaktinni á Hring­braut og við ætlum auð­vitað að halda á­fram að stækka okkar á­horf­enda­hóp, " segir Elín Hirst ný­ráðin rit­stjóri Frétta­vaktarinnar.