Banda­ríska flug­mála­stofnunin FAA hefur sent við­vörun til þeirra flug­manna sem eru að fljúga til Or­lando að lítið sé eftir af elds­neyti á flug­vellinum. Flug­fé­lög eru hvött til að hafa nóg af elds­neyti innan­borðs til að tryggja að flug­vélar þeirra verði ekki stranda­glópar á flug­vellinum.

Flug­völlurinn til­kynnti á Twitter á sunnu­daginn að slæmt veður í Mexíkó­flóa hafi haft á­hrif á skipa­sendingu á elds­neyti til flug­vallarins og að flug­fé­lög ættu að auka var­úðar­ráð­stafanir.

Flug­fé­lagið United Air­lines hefur þegar lýst því yfir að þau muni bæta við milli­lendingum á nokkrum af á­ætlunar­ferðum þeirra til að bæta upp fyrir elds­neytistapið.

„Sökum skorts á elds­neyti í Or­lando höfum við á­kveðið að bæta við milli­lendingum hjá þeim flug­vélum sem fljúga frá Or­lando bæði á sunnu­daginn og mánu­daginn til að geta tekið elds­neyti. Á þessum tíma gerum við samt ráð fyrir því að upp­fylla allar á­ætlunar­ferðir okkar án hindrunar,“ segir tals­maður flug­fé­lagsins.