Pizza­staðurinn góð­kunni Eld­smiðjan hættir rekstri næsta vor eftir 35 ára starf­semi þegar síðasta úti­búi staðarins á Suður­lands­braut verður lokað. Vísir greinir frá.

Gleði­pinnar, eig­endur Eld­smiðjunnar, starf­ræktu staðinn á þremur úti­búum árið 2020. Fyrsta Eld­smiðjan opnaði á Braga­götu árið 1986 en þeim stað var lokað í fyrra.

Í stað Eld­smiðjunnar verður veitinga­staðurinn OLIFA - La Madre Pizza opnaður á Suður­lands­braut og verður sá staður á­fram rekinn af hjónunum Ásu Maríu Regins­dóttur og Emil Hall­freðs­syni í sam­starfi við Gleði­pinna. Þau stofnuðu fyrir­tækið OLIFA á­samt Francesco Allegrini sem flytur inn mat­vörur beint frá Ítalíu.

Vísir hefur eftir til­kynningu frá Gleði­pinnum að sam­hliða opnuninni muni Eld­smiðjan kveðja lands­menn um „ó­á­kveðinn tíma.“ Auk Eld­smiðjunnar reka Gleði­pinnar Black­box Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitinga­staði.

„Okkur Gleði­pinnum þykir afar vænt um Eld­smiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ó­tíma­bundið frí. Vöru­merkið er rót­gróið og sterkt og við munum að sjálf­sögðu varð­veita það á­fram”, segir Jóhannes Ás­björns­son, tals­maður Gleði­pinna.

Fellur ekki að fram­tíðar­sýn Gleði­pinna

Ása María og Emil bjuggu lengi á Ítalíu þar sem þau þróuðu með sér ást­ríðu fyrir góðum og vönduðum hrá­efnum.

„Hér höfum við fengið ljúft og gott matar­upp­eldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frá­bærar við­tökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Ís­lendingum til borðs með okkur,” segir Ása María í til­kynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónu­verslun í Skeifunni.

Að sögn Jóhannesar hefur pizza­markaðurinn á Ís­landi þróast og breyst mikið á undan­förnum árum og segir hann Eld­smiðjuna í nú­verandi mynd ekki falla full­kom­lega að fram­tíðar­sýn Gleði­pinna.

„Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmti­lega hluti og þess vegna fannst okkur til­valið að nýta Eld­smiðju­staðinn á Suður­lands­braut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eld­smiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir hann í til­kynningu.