Ekki er víst að að í framtíðinni verði hagkvæmt að nýta Keflavíkurflugvöll sem tengistöð, að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem er í dag.

Þetta var haft eftir Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Reiknistofu bankanna, sem var aðstoðarforstjóri WOW air frá ágúst 2017 til janúar 2019, í opnuviðtali í Markaðinn.

„Ég held að það geti verið grundvöllur fyrir því að reka annað íslenskt flugfélag frá Íslandi sem er með einfaldan rekstur og þá ekki endilega að leggja áherslu á að nota Keflavík fyrir tengiflugvöll. Það er þó ljóst að Keflavík þarf að vera skilvirkur og samkeppnishæfur,“ sagði Ragnhildur. Spurð hvort að rými væri fyrir tvo íslensk flugfélög. Hún sagði einnig að launakostnaður þyrfti að vera samkeppnishæfur.

„Svo má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir þessu mikla flugi til og frá Íslandi hefur byggst á því að nota Ísland sem tengistöð en tækninni fleygir fram og þar með auknu drægi minni flugvéla, og það er alls ekki víst að í framtíðinni verði hagkvæmt að nýta Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð, a.m.k. ekki í þeim mæli sem það er í dag. Árið 2018 var flogið til hátt í 100 áfangastaða frá Íslandi sem er með því mesta sem gerist í Evrópu. Í bæði fluginu og fjármálakerfinu þurfum við að vera framsýn og horfa á hlutina í hinu alþjóðlega samhengi.“