Ragn­hildur Sverris­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Lands­virkjunar, telur ó­lík­legt að breytingar á af­hendingu upp­runa­vott­orða komi til með að hækka raf­orku­verð heimila á Ís­landi. Hún segir hins vegar að það sé alltaf á­stæða til að vera á varð­bergi og fylgjast vel með öllum mögu­legum verð­hækkunum.

Lands­virkjun hætti um ára­mótin að af­henda græn vott­orð til smá­sala raf­orku á Ís­landi án endur­gjalds og verða vott­orðin þess í stað seld á evrópskum markaði. Það þýðir að ís­lenskir raf­orku­salar, eins og Orka náttúrunnar og HS Orka, munu ekki geta markaðs­sett þá orku sem keypt er af Lands­virkjun sem græna nema fyrir­tækin greiði fyrir það.

Sölu­kerfi upp­runa­á­byrgða var upp­haf­lega hannað fyrir evrópskan orku­markað, sem er allur sam­tengdur. Til­gangurinn er að hvetja til grænnar orku­vinnslu með því að verð­launa græna fram­leið­endur með á­kveðnu bók­halds­kerfi sem gerir þeim kleift að fá meiri peninga fyrir vöru sína, hvort sem varan sjálf er af­hent eða ekki.

Fyrir­tæki á Spáni hefur til dæmis tæki­færi til að kaupa upp­runa­á­byrgð frá norskri vind­myllu þó svo að spænska fyrir­tækið noti kol. Norski orku­fram­leiðandinn fær þar með meiri peninga fyrir fram­leiðslu sína á endur­vinnan­legri orku og spænska fyrir­tækið getur sýnt fram á að það styðji græna orku.

Mis­munandi út­reikningar

Ragn­hildur segir raf­orku­verðið sjálft einungis vera fjórðung af þeirri upp­hæð sem kemur fram á raf­magns­reikningnum. Meiri­hluti reikningsins sé flutningur, dreifing og skattar og þýðir það að stefnu­breytingin sjálf ætti ekki að koma til með að hafa stór­felld á­hrif.

„Við höfum reiknað það út að meðal­heimili gætu kannski upp­lifað 140 króna hækkun á mánuði og það er einungis hjá þeim sem kjósa að kaupa upp­runa­á­byrgð. Það er bara spurning hvort sölu­fyrir­tækin bjóði upp á vottun með raf­magninu eða ekki,“ segir Ragn­hildur og leggur á­herslu á að kaup upp­runa­á­byrgða séu með öllu val­kvæð. Það heimili sem ekki vilji upp­runa­á­byrgðir sleppi því ein­fald­lega að kaupa þær.

„Í um­ræðunni undan­farið hefur fólk kastað fram tölum um 15 og jafn­vel 20 prósenta hækkun á raf­orku­reikning. Það er tölu­verð sam­keppni á þessum markaði á sölu raf­magns til heimila. Samt er það svo að verð­munurinn á milli fyrir­tækjanna sem bjóða lægsta og hæsta verð er átta sinnum meiri á mánuði en sem nemur hugsan­legum kostnaði við upp­runa­á­byrgðir.“

Berg­lind Rán Ólafs­dóttir, fram­kvæmda­stýra Orku náttúrunnar, segir Lands­virkjun selja upp­runa­á­byrgðir til raf­orku­sala fyrir árið 2023 á af­slætti og er auka­gjaldið fyrir upp­runa­á­byrgðir allt að fjögur til fimm prósent af raf­magns­verðinu. Hlut­fallið er lægra ef hækkunin er reiknuð með því að taka raf­magns­flutning og dreifingu með raf­magns­verðinu þar sem raf­magns­kostnaður er einungis þriðjungur af heildar­kostnaði raf­magns­kaupa. Ef enginn af­sláttur hefði verið veittur fyrir árið 2023 miðað við markaðs­verð þá hefði auka­gjaldið verið allt að 15 prósent ofan á raf­magnið ein­göngu

„Tíminn mun leiða í ljós hvernig þetta þróast og auka­gjaldið getur bæði orðið hærra en 15 prósent og lægra en fimm prósent til lengri tíma,“ segir Berg­lind.

Íslenskir raforkusalar þurfa héðan í frá að greiða fyrir vottun til markaðssetja orku sína sem græna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Þróun málsins ó­ljós

Berg­lind segir að fyrir­tækið hafi þegar sett sig í sam­band við við­skipta­vini sína og af sam­tölunum að dæma virðist vera lítill á­hugi á málinu. Þau sem hafa hins vegar á­huga á mál­efninu eru með skiptar skoðanir.

„Lík­legast þykir mér að þróunin verði í þá átt að raf­magn á al­mennum markaði verði ó­vottað, að öll sem kaupa raf­magn geti valið vottun og greiði sér­stak­lega fyrir hana. Nú þegar markaðs­verð upp­runa­á­byrgða hefur hækkað mikið undan­farið, þá tel ég þetta ekki ó­eðli­lega þróun. Verðið fyrir vottunina mun fljót­lega fara að endur­spegla markaðs­verð upp­runa­á­byrgða, og við vitum ekki hvernig það þróast,“ segir Berg­lind.

„Það er orku­sölum í sjálfs­vald sett hvernig verð­lagningu verður háttað"

Jóhann Snorri Sigur­bergs­son, for­stöðu­maður við­skipta­þróunar hjá HS Orku, segir að árið í ár verði að­lögunar­ár. Eftir það mun orku­sölum ein­göngu standa til boða að kaupa upp­runa­vottanir frá Lands­virkjun á markaðs­verði, til notkunar fyrir við­skipta­vini sína frá 2024.

Það er orku­sölum í sjálfs­vald sett hvernig verð­lagningu verður háttað en þar sem þessar vottanir fylgdu áður frítt með verða ein­hverjar verð­hækkanir lík­legar fyrir vottaða raf­orku,“ segir Jóhann.

Borga meira fyrir betri vöru

Ragn­hildur Sverris­dóttir segir þróunina ýta undir endur­nýjan­lega orku­vinnslu og vera í sam­ræmi við vilja fólks til að kaupa gæða­vöru. „Fólk vill oft borga meira fyrir betri vöru og styðja við um­hverfis­vænni fram­leiðslu. Það er til dæmis fólk sem kaupir ekkert annað en líf­rænan mat úti í verslun sem er oft dýrari vara, en það veit þá hvað það er að borga auka­lega fyrir.“

Þó svo fyrir­tæki sem starfa á Ís­landi noti vissu­lega græna orku, þá segir hún að sum þeirra sjái sér hag í að kaupa upp­runa­á­byrgðir. Sem dæmi megi nefna að bæði fyrir­tæki í land­eldi á laxi og gagna­ver kaupi upp­runa­á­byrgðir og geti þar með sýnt við­skipta­vinum sínum á er­lendum mörkuðum svart á hvítu hvaðan orka þeirra kemur.

„Það eru 28 ríki innan EES sem telja að það sé á­stæða til að hafa þetta svona. Kerfinu er fyrst og fremst ætlað að hvetja til aukinnar vinnslu á orku úr endur­nýjan­legum auð­lindum. Við vitum öll að hér á landi er græn orka, en þetta evrópska kerfi er eina opin­bera vottunar­kerfið sem við höfum,“ segir Ragn­hildur.