Arnar Sigurðs­son, vín­sali, segir að með til­kynningu um lög­banns­beiðni og máls­höfðun ætli ÁTVR sér að skerða val­frelsi al­mennings á Ís­landi. Hann segir að hann velti því fyrir sér gegn hverjum lög­bannskrafan eigi að beinast.

„Það er væntan­lega gegn franska aðilanum sem er að selja vínin og þá veltir maður því fyrir sér hvar þau munu stoppa því það eru margar net­verslanir í heiminum og svo er það líka þannig að allir sem starf­rækja net­verslanir á evrópska efna­hags­svæðinu ber skylda til að selja til Ís­lands og til annarra landa. Það er ó­heimilt að mis­muna á grund­velli þjóð­ernis í net­verslun,“ segir Arnar.

Þá gefur hann ekki mikið fyrir skýringar ÁTVR um að þau séu einn af horn­steinum lýð­heilsu í landinu því bæði hafi þau hampað því í árs­skýrslu sinni að þeim hafi tekist að auka sölu og tekið fram að þeim takist ekki alltaf að koma í veg fyrir að fólk undir aldri hafi getað keypt á­fengi.

Hann segir að salan hjá honum hafi tekið góðan kipp eftir að frétta­flutningur varð meiri og telur að við­brögð ÁTVR séu vegna þess að þeim hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þessa sam­keppni.

„Í þessu liggur í orðanna hljóðan að ís­lenskur al­menningur eigi ekki að eiga kost á því að gera hag­kvæmari inn­kaup,“ segir hann að lokum.

Dómstólar úrskurði um ágreining

Sig­rún Ósk Sigurðar­dóttir, að­stoðar­for­stjóri ÁTVR, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þau séu að­eins á byrjunar­stigi með mál sitt og það muni skýrast þegar þau eru komin lengra með málið gegn hverjum það beinist ná­kvæm­lega.

„Við lítum svo á að það beinist gegn þeim vef­verslunum sem eru í gangi,“ segir Sig­rún Ósk og að það muni koma í ljós þegar málið fer lengra hverjum það beinist ná­kvæm­lega að.

Hún segir að þau telji þörf á því að biðja bæði um lög­bann og að undir­búa lög­reglu­kæru.

„Það hefur verið mikið leitað til okkar út af þessu og okkur finnst rétt að það komi skýrt fram hvert við stefnum,“ segir Sig­rún Ósk.

Hvað varðar um­fjöllun sem vísar til EES-samnings bendir hún á að einka­salan hafi verið sam­þykkt á þeim vett­vangi.

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að skýra hvað má og hvað ekki. Það er alveg ljóst að við teljum að eitt­hvað standist ekki lög á meðan aðrir telja að það standist lög og þá er dóm­stóla­leiðin sú sem er fær,“ segir Sig­rún Ósk.

Hún segir að þegar fólki greini á um lögin sé það eina leiðin sem er fær. Að­spurð um tíma­línu segir hún erfitt að segja til um það.

„Þetta er stórt mál og er í vinnslu og fer sína leið og verður opin­bert um leið og eitt­hvað gerist,“ segir Sig­rún Ósk.

Málið er höfðað að þeirra frum­kvæði því þau fara með einka­leyfið fyrir hönd ríkisins.

„Við teljum það vera okkur skylt að fá úr því skorið hvernig lögin eru túlkuð á mis­munandi hátt,“ segir hún að lokum.