Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Starfs­greina­sam­bandsins og for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, er mjög ó­sáttur við stýri­vaxta­hækkun peninga­stefnu­nefndar Seðla­bankans í morgun. Stýri­vextir hækka um 1 prósent og eru þeir nú komnir í 3,75 prósent.

„Þessi á­kvörðun Seðla­bankans er í mínum huga ekkert annað en stríðs­yfir­lýsing við launa­fólk, neyt­endur, heimili og fyrir­tæki landsins. Það er alveg ljóst að þetta getur vart annað en kallað á hörð við­brögð af hálfu verka­lýðs­hreyfingarinnar og mun klár­lega endur­spegla kröfu­gerð þeirra sem nú er verið að ganga frá vítt og breitt um landið,“ segir Vil­hjálmur í pistli á Face­book-síðu sinni.

Vil­hjálmur bendir á að fyrir­tæki á hinum al­menna markaði skuldi fimm þúsund milljarða, sam­kvæmt Hag­stofu Ís­lands. Stýri­vaxta­hækkun upp á 1 prósent þýði að fjár­magns­kostnaður þeirra hækkar um 50 milljarða á árs­grund­velli. Það sé nánast sama upp­hæð og kostar að ganga frá kjara­samningum á hinum al­menna vinnu­markaði.

„Það er alveg ljóst að aukinn fjár­magns­kostnaður fyrir­tækja mun fara beint út í verð­lag og þjónustu sem að á endanum endar á herðum neyt­enda. Það væri gott ef seðla­banka­stjóri gæti út­skýrt það á manna­máli hvernig kjara­samningar á hinum al­menna vinnu­markaði séu ætíð að ógna stöðug­leika í ís­lensku sam­fé­lagi þegar bara þessi stýri­vaxta­hækkun getur leitt til þess að það kosti fyrir­tækin jafn­mikið og að ganga frá kjara­samningi á hinum al­menna vinnu­markaði,“ segir Vil­hjálmur sem veltir fyrir sér hvort Seðla­bankinn hefði getað farið aðra leið.

„Hví í ó­sköpunum beitir seðla­bankinn ekki öðrum stjórn­tækjum sem hann hefur til um­ráða til að slá á hús­næðis­markaðinn. Það er með ó­líkindum að hann skuli enn og aftur dekra við fjár­mála­öflin og það hefur verið grát­bros­legt að sjá í fréttum að undan­förnu að aðal­á­lits­gjafarnir um stýri­vaxta­hækkunina hafa verið full­trúar úr banka­kerfinu þar sem þeir hafa verið að spá um­tals­verðri hækkun á stýri­vöxtum og nú hefur þeim orðið að ósk sinni,“ segir hann.

Hann segir að fjár­mála­kerfið hafi svo sannar­lega hag af því að vextir fari upp, enda tekist að tala stýri­vaxta­hækkunina upp í hæstu rjáfur með fram­ferði sínu á liðnum dögum.

„Það er ekki að sjá annað en að fram­ferði stór­fyrir­tækja sem hafa varpað öllum sínum kostnaðar­hækkunum við­stöðu­laust yfir á neyt­endur til að geta við­haldið arð­semis­græðgi sinni á­fram og svo þessar gríðar­legu vaxta­hækkanir muni leiða til mikilla á­taka á ís­lenskum vinnu­markaði,“ segir Vil­hjálmur sem hefur á­hyggjur af ís­lenskum heimilum.

„Heimili sem er með 50 milljóna hús­næðis­lán á breyti­legum vöxtum getur átt von á að greiðslu­byrðin aukist um 41 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 500 þúsund krónur á ári. Heldur Seðla­bankinn að slík aukning á greiðslu­byrði auki líkurnar á að hægt verði að ganga frá kjara­samningum, nei fjanda­kornið ekki!“